Loftslagsógnin - hvaða tæknilausnir eru í farvatninu?
Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands verður gestur á fyrsta Vísindakaffi Rannís mánudaginn 20. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.
Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins verður að fanga koltvíoxíð úr útblæstri orku- og iðjuvera og einnig beint úr andrúmslofti.
Sigurður Reynir fjallar um Carbfix aðferðina og hvernig íslensku sandarnir geta komið þar við sögu.
Náttúruminjasafn Íslands býður gestum Vísindakaffisins í heimsókn á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands sem er staðsett á 2. hæð í Perlunni.
Í tilefni Vísindavöku Rannís 2021 sem verður með lágstemmdri mynd á þessu ári verður hellt upp á þrjú vísindakaffi á kaffihúsi Perlunnar.