Kynningarfundur um Eurostars-3 og Innowwide
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar 2025 kl. 12:30-13:30 í húsnæði Rannís, Borgartúni 30, í Hvammi á 3. hæð og á Teams.
Eurostars og Innowwide eru sameiginlegar áætlanir Evrópusambandsins og EUREKA Network með það markmið að styðja við nýsköpun. Einnig verður kynning á þjónustu Enterprise Europe Network (EEN) með áherslu á leit að samstarfsaðilum. Í lok fundar verður "Q&A" með Eruostars matmanni.
Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum Eurostars verkefna, þar á meðal:
- lítil og meðalstór fyrirtæki í rannsóknar- og þróunarstarfsemi
- háskólar
- opinberar rannsóknastofnanir
- opinber fyrirtæki
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn með því að smella á hlekk á skráningarformið hér að neðan: