Innowwide

Fyrir hverja?  Lítil og meðalstór fyrirtæki (SMEs)

Til hvers? Innowwide er ætlað til að fjármagna aðkeypta þjónustu til sóknar á erlenda markaði utan Evrópu. 

Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er einu sinni á ári. Umsóknarfresti er að finna á heimasíðu Eureka Innowwide ásamt ítarlegum upplýsingum um styrkinn.
Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir í júlí 2024.

Sjá nánar á: https://www.eurekanetwork.org/programmes/innowwide/

Hvað er Innowwide?

Innowwide er styrkt af Evrópusambandinu sem hluti af European Partnership on Innovative SMEs.

Markmið styrksins er að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki til sóknar á nýjum alþjóðlegum mörkuðum, utan Evrópu. Innowwide er fjármögnunaráætlun innan Eureka, stærsta netverks heims fyrir alþjóðlegt samstarf í rannsóknum, þróun og nýsköpun, og er til staðar í yfir 45 löndum.

Hvert er markmiðið?

Styrkurinn er veittur til aðkeyptrar þjónustu á völdum markaði til að prófa tæknilega, viðskiptalega, lagalega og félagslega hagkvæmni nýsköpunar þinnar á nýjum markaði.

Hámarksstyrkur

Allt að 60 þúsund Evrur, styrktarhlutfall er allt að 70% af heildar kostnaði.

Skilyrði úthlutunar

Fjármagnið er veitt til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem hafa ráðið óháðan ráðgjafa á þeim markaði sem verið er að skoða.

Hvernig er sótt um?

Umsóknum í sjóðinn er skilað í rafrænt umsóknarkerfi á vef  Eureka Innowide. Til þess að geta sent inn umsókn þarf að  skrá sig í Eureka kerfinu.

Hlutverk Rannís:

National Project Coordinator (NPC) hjá Rannís veitir upplýsingar og aðstoð við umsókn. Sjá upplýsingar um tengiliði hjá Rannís undir nánari upplýsingar.
Íslensk þátttaka er fjármögnuð með framlagi frá Tækniþróunarsjóði sem rekinn er af Rannís.

Logo eureka, EEB og innowwide

Nánari upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica