Kynningarfundur Hagnýtra rannsóknarverkefna og Eurostars

17.12.2020

Fundurinn sem er rafrænn verður haldinn mánudaginn 11. janúar 2021 kl. 13.00-14.00. Fundurinn er á vegum Tækniþróunarsjóðs og viðfangsefni fundarins er kynning á styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni auk kynningar á Eurostars.

Um er að ræða veffund á Zoom og nauðsynlegt að skrá þátttöku til að geta tekið þátt:

Skrá þátttöku á Kynningarfund 

Kynningin er fyrir háskóla, opinberar rannsóknastofnanir, opinber fyrirtæki og lítil og meðalstór fyrirtæki í rannsóknar- og þróunarstarfsemi. 

  • Markmið Hagnýtra rannsóknarverkefna er að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.
  • Eurostars er stærsta alþjóðlega fjármögnunaráætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vinna að R&Þ verkefnum sem skapa nýjar vörur, ferli eða þjónustu til markaðssetningar. Íslensk þátttaka er fjármögnuð með framlagi frá Tækniþróunarsjóði.

Dagskrá:

  • Opnun fundarins af sviðsstjóra rannsókna- og nýsköpunarsvið Rannís  
  • Kynning á Hagnýtum rannsóknarverkefnum; hluti af styrktarkerfi Tækniþróunarsjóðs 
  • Kynning á Eurostars, sameiginleg áætlun Evrópusambandsins og EUREKA Network með það markmið að styðja við nýsköpun.
  • Reynslusaga frá styrkþega 
  • Spurt og svarað 

Næsti umsóknarfrestur í Eurostars er 4. febrúar 2021.

Næsti umsóknarfrestur í Hagnýt rannsóknarverkefni er 25. febrúar 2021.

Logo tækniþróunarsjóðs









Þetta vefsvæði byggir á Eplica