Tækniþróunarsjóður

Hagnýt rannsóknarverkefni

Fyrir hverja?

Háskóla, opinberar rannsóknarstofnanir og opinber fyrirtæki.

Til hvers?

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Umsóknarfrestur:

17. febrúar 2025 kl. 15:00.


Sjá nánar í reglum Tækniþróunarsjóðs fyrir Hagnýt rannsóknarverkefni 2024.

Hámarksstyrkur 

Allt að 45 milljónum króna samanlagt á þremur árum, þó ekki meira en 30 milljónum króna á tveimur árum eða 15 milljónum króna á einu ári.

Mótframlag

Lágmarks mótframlag aðalumsækjanda getur aldrei farið niður fyrir 20% af heildarkostnaði hans við verkefnið. Ef meðumsækjandi er lítið fyrirtæki þá getur mótframlag fyrirtækis ekki farið undir 20% af kostnaði við verkefnið, 25% ef fyrirtækið er meðalstórt.

Hámarkslengd verkefnis

Hámark lengd verkefnis er 3 ár.

Skil á umsókn

Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís. Skila skal inn að lágmarki eftirfarandi fylgigögnum með rafrænni skráningu umsóknar:

  • Verkefnislýsing [HR] 

Þeir sem hafa ekki aðgang að Microsoft office er bent á að hægt er að opna og vinna skjölin í OneDrive .

Matsferli

Umsóknir eru metnar af fagráði Tækniþróunarsjóðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum. Miðað er við að niðurstaða liggi fyrir innan þriggja mánaða frá lokum umsóknarfrests. 

Matsþættir sem fagráð sjóðsins mun nota við mat á umsóknum og stjórn sjóðsins hefur til hliðsjónar við val á umsóknum sem hljóta framgang í sjóðnum.


Nánari upplýsingar

  • - Sendið fyrirspurnir til Tækniþróunarsjóðs á netfangið: 
    taeknithrounarsjodur@rannis.is
  • - Símatímar starfsfólks eru mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-12 í síma 515 5800







Þetta vefsvæði byggir á Eplica