Falsfréttir og upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum: Hver er staðan á Íslandi?

22.9.2021

Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands verður gestur á þriðja og síðasta Vísindakaffi Rannís miðvikudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Mikið hefur verið rætt um falsfréttir og upplýsingaóreiðu undanfarin misseri en hvað segja rannsóknir okkur um stöðu mála á Íslandi? Jón Gunnar rýnir í niðurstöður, útskýrir hugtökin og tekur dæmi um upplýsingar um COVID-19 og falsfréttir í kosningabaráttunni sem nú stendur sem hæst.

Hér má hlusta á viðtal við Jón Gunnar í Samfélginu á Rás 1 þann 21. september 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica