Barnamenningarsjóður Íslands - úthlutun 2020

22.5.2020

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir hefur samþykkt tillögu stjórnar Barnamenningarsjóðs Íslands um styrkveitingar fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl sl. og bárust 112 umsóknir. Sótt var um tæplega fimmfalda þá upphæð sem til skipta var. Samþykkt var að veita 42 styrki að heildarupphæð 92 milljónir kr. Þriggja manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar. Tilkynnt var um úthlutun við athöfn í Hörpu á degi barnsins, sunnudaginn 24. maí 2020.

Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins með ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Í tillögum sínum hefur fagráðið lagt áherslu á að sinna fjölbreyttum þörfum barna og ungmenna, í því skyni hefur verið horft til þátta á borð við aldur, uppruna, færni, efnahag og búsetu. Þetta má t.d. merkja af fjölda þeirra verkefna sem taka til fjölmenningar, verkefna sem varða skapandi vinnu með tungumál, verkefni við hæfi barna með sértækan stuðning, einnig verkefni tengd menningu og náttúru auk fjölbreyttra ferðalaga með leiksýningar, listsmiðjur og annað skapandi starf til dreifðari byggða… eða jafnvel frá dreifðari byggðum til höfuðborgarsvæðisins.

Hið ánægjulegasta við starf fagráðsins hefur verið að finna fyrir ástríðu og hugmyndaauðgi þeirra sem sinna skapandi störfum með börnum og í þágu barna. Þar eru á ferðinni fagmenn og frumkvöðlar sem sinna flóknum verkefnunum af djúpri þekkingu og spriklandi sköpunargleði. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá í verkefnunum áhrif alþjóðlegrar stefnumörkunar á borð við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun, sem ber vott um flókið samspil menningarlegra þátta og sem setja mun mark sitt á framtíð þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi.

Nánari lýsing verkefna.

Listi yfir verkefni:

Umsækjandi Heiti verkefnis Styrkur
Afrika-Lole, áhugamannafélag FAR - Fest Afríka Reykjavík 2020 1.200.000
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Stelpur filma! 1.600.000
Ari Hlynur Guðmundsson Yates FLY Ísland 2 3.500.000
Askur og Embla Kvikindahátíð 2.000.000
Austurbrú BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi 3.000.000
Ásthildur Björg Jónsdóttir Undrin í náttúru Íslands: Listasmiðja 1.800.000
Dansfélagið Lúxus Derringur 1.800.000
Fjallabyggð Himinn og haf – Barnamenningardagar í Fjallabyggð 2.000.000
Fljótsdalshérað Þjóðleikur 4.600.000
Gerðarsafn Í takti – unglingar og samtímalist 4.000.000
Hafnarfjarðarkaupstaður Bæjarstjórn unga fólksins 1.500.000
Hallveig Kristín Eiríksdóttir Fuglabjargið 2.000.000
Handbendi Brúðuleikhús Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga 2.000.000
Háskóli Íslands Tungumálatré 5.000.000
Hönnunarsafn Íslands Einar Þorsteinn: fyrir ungt fólk á öllum aldri 1.100.000
Hörpustrengir ehf. Upptakturinn - tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna 800.000
Íris Hrönn Kristinsdóttir Úti er ævintýri 1.800.000
Kópavogsbær Vatnsdropinn 6.500.000
Kópavogsbær Smiðjur óháð tungumáli 4.000.000
Kvikmyndamiðstöð Íslands Verðlaunahátíð ungra áhorfenda 1.800.000
List fyrir alla Listveita 4.000.000
Listasafn Árnesinga Grasagrafík 1.500.000
Listasafnið á Akureyri Allt til enda - Listvinnustofur barna 1.000.000
Maximus Musicus Sögustundir með Maxa í Hörpu 1.000.000
Miðnætti leikhús Geim-mér-ei: Leiksýning á landsbyggðinni 1.500.000
Northern Wave, félagasamtök Barna- og unglingadagskrá Northern Wave 800.000
O.M.A.H.A.I. Sögur af stríði endurskrifaðar sem sögur af friði 2.000.000
Orgelhúsið, félagasamtök Orgelkrakkar 500.000
Óbyggðasetur Náttúruskólinn 2.000.000
Ólafur B. Ólafsson Fuglaveröld 500.000
Pera Óperukollektíf Sönglist fyrir börn og unglinga á Óperudögum 2.000.000
Reykjavík bókmenntaborg UNESCO Sögur - Skapandi skrif og Sögur - Verðlaunahátíð barnanna 2.600.000
Reykjavíkurborg BIG BANG tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur 3.000.000
Listasafn Reykjavíkur Varpið 3.000.000
Strandagaldur Galdraskólinn - viltu kynnast göldrunum innra með þér? 1.300.000
Svikaskáld, félagasamtök Ljóðasmiðjur svikaskálda 1.300.000
Tálknafjarðarskóli Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð 2.300.000
Trúðavaktin, félagasamtök Sjúkrahústrúðarnir 2.200.000
Tungumálatöfrar Tungumálatöfrar 1.500.000
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu Að hugsa sér 2.500.000
Þorgrímur Þráinsson Skapandi skrif í grunnskólum landsins 1.500.000
Þroskahjálp Menning - frá okkar bæjardyrum séð 2.000.000
  Samtals 42 verkefni 92.000.000

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica