Alls bárust 212 umsóknir í Loftlagssjóð

18.3.2020

Fyrsti umsóknarfrestur í Loftslagssjóð rann út þann 30. janúar. Alls bárust 212 umsóknir í sjóðinn að upphæð um 1.3 milljarðar. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði úr sjóðnum í maí, þar sem fagráð er enn að störfum. 

Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir eru meðal annars ætlaðir til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.

Á síðu Loflagssjóðs er hægt að fá nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins og tengiliði.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica