Vinnuáætlun Evrópska nýsköpunarráðsins (EIC) 2024 komin út

18.12.2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti 12. desember síðastliðinn nýja vinnuáætlun Evrópska nýsköpunarráðsins fyrir árið 2024. Heildarfjármagn er um 1,2 milljarðar evra.

Áætlun Evrópska nýsköpunarráðsins er fyrir fyrirtæki, stofnanir, háskóla og aðra lögaðila en meirihluti fjármagnsins er eyrnamerktur litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem og sprotafyrirtækjum.
Áhersla er á að fjármagna verkefni á sviði djúptækni (e. Deep-tech), verkefni þar sem oft er beitt þverfaglegri vísindalegri og verkfræðilegri nálgun við að þróa lausnir.

 Dæmi um svið ertu til dæmis gervigreind, geimvísindi, mikilvæg hráefni, hálfleiðarar, skammtafræði o.fl.

Athygli er vakin á því að breytingar hafa verið gerðar á umsóknarferlinu. Þegar sótt er um á fyrsta stigi EIC Accelerator þá þarf að fara í gegnum fjármögnunar og útboðsgáttina (e. Funding & Tenders). Þessar nýju reglur taka gildi 1. janúar 2024. Við hvetjum umsækjendur til að kynna sér reglurnar vel.

Evrópskanýsköpunarráðið (EIC) tilheyrir einni af þremur undirstoðum samstarfsáætlunar Evrópusambandsins, Horizon Europe. Hlutverk þess er að bera kennsl á, þróa og stækka byltingarkennda tækni og nýjungar.

Vinnuáæltunina má nálgast hér sem PDF-skjal: EIC-workprogramme-2024.pdf (europa.eu)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica