Vinningshafi í leik Europass á Íslandi

15.11.2024

Skírnir Mattías Pétursson var dreginn út og hlaut í vinning 100.000 kr. gjafabréf með Icelandair.

  • Skírnir Matthías tekur við gjafabréfi frá Skúla Leifssyni

Europass á Íslandi efndi til leiks í tilefni af degi evrópskra tungumála, 26. september. Eina sem þátttakendur þurftu að gera, til að komast í pottinn, var að búa til  rafræna Europass ferilskrá og senda hana á PDF formi til Europass á Íslandi. 

Dregið var úr innsendum ferilskrám þann 30. september og hinn heppni þátttakandi var Skírnir Mattías Pétursson, nemi í vélaverkfræði í Háskóla Íslands. Skírnir hlaut að launum 100.000 kr. gjafabréf með Icelandair. 

Skírnir er einnig meðlimur í Team Spark, kappakstursliði Háskóla Íslands en Team Spark hefur í mörg ár fengist við hönnun og smíði á rafknúnum kappakstursbílum og keppt á þeim á erlendri grundu.

Að sögn Skírnis kemur gjafabréf með flugi til Evrópu sér einkar vel í hans námi og störfum hjá Team Spark.

Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna, óskum Skírni til hamingju með vinninginn og velfarnaðar í námi og starfi í framtíðinni.

Nánar um Europass









Þetta vefsvæði byggir á Eplica