Vilt þú vinna gjafabréf með flugi til Evrópu?
Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí, blæs Europass á Íslandi til einfaldrar keppni. Vinningshafi hlýtur 100.000 kr. gjafabréf með flugi til Evrópu.
Europass er ókeypis og jafnframt örugg þjónusta á netinu sem gerir þér kleift að safna saman upplýsingum um hvað þú kannt og getur og þannig getur þú stjórnað betur og skipulagt náms- og starfsferil þinn – bæði hér á Íslandi sem og í allri Evrópu.
Taktu þátt í léttum leik Europass á Íslandi!
Í tilefni af Evrópudeginum, 9. maí, bjóðum við upp á léttan leik þar sem einn heppinn þátttakandi hlýtur 100.000 króna gjafabréf með flugi til Evrópu.
Til að eiga möguleika á vinningi þarft þú að búa til þína rafrænu Europass ferilskrá og senda hana, á PDF formi, á netfangið okkar: europass@rannis.is
Við drögum svo út einn vinningshafa, þriðjudaginn 23. maí.*
Allar leiðbeiningar má finna hér fyrir neðan.
Europass prófíll
Þú getur útbúið ókeypis prófíl með Europass þar sem öll kunnátta þín, menntun, hæfni og reynsla er tekin saman á einum öruggum stað á netinu.
Europass er þróað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og er fáanlegt um alla Evrópu og í boði á 30 mismunandi tungumálum.
Búðu til þinn Europass prófíl!
Rafræn ferilskrá
Mjög auðvelt er að búa Europass ferilskrá á netinu. Best er að byrja á því að búa til prófíl sem síðan er hægt að nota við að búa til ferilskrá sem hentar við hverja starfsumsókn.
Sérstaða Europass ferilskrár
- Í Europass ferilskrána er hægt að skrá fleiri atriði en í hefðbundna ferilskrá. Þar er t.d. skráð tungumálakunnátta, félags- og tæknileg færni, tölvukunnátta, listræn færni og önnur færni sem náðst hefur við leik og störf.
- Europass ferilskrána má aðlaga að þörfum hvers og eins og hægt er að eyða reitum sem ekki eiga við.
- Hægt er að breyta röð starfsreynslu og menntunar.
- Hægt er að búa til Europass ferilskrá á 30 tungumálum.
- Mjög auðvelt er að uppfæra og þýða Europass ferilskrána.
*Með því að taka þátt í leiknum samþykkir þátttakandi að persónugreinanlegar upplýsingar verði vistaðar hjá Europass á Íslandi á meðan leik stendur. Upplýsingar um þátttakendur verða eingöngu notaðar í þeim tilgangi til að draga út vinningshafa og til að tilkynna viðkomandi um vinninginn. Eftir að leik lýkur verður öllum persónugreinanlegum upplýsingum eytt.