Viðburðurinn Mín framtíð 2023 er handan við hornið
Um er að ræða Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll, 16. – 18.mars. Við verðum á staðnum og hlökkum til að sjá sem flest í básnum okkar.
Við munum kynna þau tækifæri sem við bjóðum upp á hérlendis og erlendis: starfsnám, skiptinám, sjálfboðaliðastarf, samfélagsverkefni og ýmislegt fleira sem nýtist ungu fólki.
Þarna verða einnig fulltrúar 30 framhaldsskóla að kynna nám og starfsemi sína.
Hér má nálgast nánari dagskrá en ljóst er að dagarnir verða fjölbreyttir og líflegir.