Verum græn með Erasmus+

6.6.2023

Ráðstefna 7. júní 2023 kl.14-17 í Veröld - húsi Vigdísar og í streymi.

  • Verum-graen-mynd-fyrir-frett

Evrópskar samstarfsáætlanir á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta, Erasmus+, eTwinning og European Solidarity Corps, leggja allar mikla áherslu á sjálfbærni sem forgangsatriði. 

Áætlanirnar hvetja styrkhafa til að nálgast alþjóðlegt samstarf á vistvænan hátt og kalla eftir verkefnum sem takast á við loftslagsbreytingar. 

Ráðstefnan, sem haldin verður 7. júní kl. 14:00 í Veröld - húsi Vigdísar, leiðir saman núverandi og verðandi þátttakendur í áætlununum þremur og tekur fyrir leiðir til að nýta þær til að styðja við samstarf í þágu loftslagsmála.

Markmið

  • Að kynna græn áhersluatriði í Erasmus+, eTwinning og European Solidarity Corps
  • Að vekja athygli á góðu starfi í þágu sjálfbærni á sviði mennta- og æskulýðsmála
  • Að veita umsækjendum innblástur og hvatningu
  • Að styrkja tengslanet þátttakenda

Beint streymi frá viðburði er neðst á síðunni

Dagskrá

  • Opnunarávarp - Rúna V. Guðmarsdóttir, forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi
  • Erindi frá Erasmus+ SALTO GREEN stuðningsþjónustunni - Felix Tran
  • Pallborðsumræður og myndbönd um græn verkefni

Ráðstefnustjóri verður Sævar Helgi Bragason. Að lokinni dagskrá verður móttaka með léttum veitingum.

Öll velkomin. Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

 Beint streymi frá viðburði:









Þetta vefsvæði byggir á Eplica