Velheppnuð ráðstefna Rannís og Háskóla Íslands

31.5.2023

Rannís og Háskóli Íslands stóðu á dögunum fyrir ráðstefnunni „Nordic Staff Mobility and Workshops: Supporting International Talent in the Nordic Countries.” Ráðstefnuna sóttu um hundrað manns sem starfa við móttöku erlendra fræðimanna í norrænum háskólum.

  • RAN00116
  • RAN00065
  • RAN00036
  • RAN00077
  • RAN00022

Á ráðstefnunni var leitast við að svara því hvernig Norðurlöndin geti byggt sem hagfelldasta umgjörð svo erlendir sérfræðingar fáist til þess að starfa þar og setjast að. Löndin standa frammi fyrir sameiginlegum áskorunum, hvort sem litið er til veðurfars, tungumála eða annarra þátta en eru einnig mislangt á veg komin og því bæði dýrmætt að bera saman bækur sínar og leggja höfuðið í bleyti um úrlausnarefnin. 

Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fluttu opnunarávörp. Meðal umfjöllunarefna á málstofum ráðstefnunnar má nefna starfsráðgjöf fyrir starfsmenn og nemendur háskóla, hvernig megi laða að sérfræðinga til starfa í litlum og mögulega einangruðum háskólum, hvernig efla megi stuðning og þjónustu við starfsfólk og hvernig breyta megi hugarfari svo ná megi kerfisbundnum árangri í inngildingu og jafnréttismálum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica