Veffundur Arctic Research and Studies

25.11.2020

Rannís stendur fyrir veffundi, í samstarfi við Diku, þann 8. desember klukkan 11:00-12:00 (GMT). Þar verðu tvíhliða norðurslóða samstarf Íslands og Noregs kynnt í kjölfar opnunar fyrir umsóknir um sóknarstyrki í Arctic Research and Studies áætlunina 2019-2020 .

Áætlunin veitir sóknarstyrki til að styðja við samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Vakin er athygli á að unnið verður úr umsóknum jafnt og þær berast miðað við tiltækt fjármagn.

Sóknarstyrkir eru veittir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í alþjóðlega samkeppnissjóði. Styrkir nema að hámarki 25.000 evrum (þar af að hámarki 10.000 evrur í ferðakostnað, en ekki er skylda að ferðalög séu hluti af umsókninni) og er styrkjahæft tímabil í 17 mánuði, frá 7. febrúar 2020 til 6. júlí 2021. Skilyrði er að a.m.k. einn íslenskur og einn norskur lögaðili (háskóli, rannsóknastofnun og aðrar skipulagseiningar) komi að umsókn.

Áætlunin byggir á samkomulagi um samstarf á sviði norðurslóðafræða á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands eiga og fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Norwegian Agency for International Cooperation and Quality Enhancement in Higher Education (Diku) í Noregi. Nánari upplýsingar um áætlunina.

Vinsamlegast skráið þátttöku  

Veffundurinn fer fram á ensku og er dagsskráin eftirfarandi:

  • Introduction of the Open Call for Preparatory Grants 2019-2020 and the ARS Programme
  • Briefing on Arctic research and studies in both countries, including The High North Programme in Norway and an overview of Arctic research in Iceland
  • Panel speakers
  • Q&A
  • The panel speakers will share experiences of ARS and Norway-Iceland Arctic research and studies cooperation:
  • Gunnar Rekvig, Associate Professor Department of Tourism & Northern Studies, UiT - The Arctic University of Norway and Nansen Professor in Arctic studies, University of Akureyri
  • Gunhild Hoogensen Gjørv, UiT – Professor of Critical Peace and Conflict Studies, UiT - The Arctic University of Norway and former Nansen Professor in Arctic studies, University of Akureyri (2017-2018) (TBC)
  • Pia Hansson, Director, Institute of International Affairs, University of Iceland
  • Embla Eir Oddsdóttir, Director, the Icelandic Arctic Cooperation Network








Þetta vefsvæði byggir á Eplica