Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2023

16.5.2023

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2023.

Umsóknir voru alls 78 talsins að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu alls 166,8 milljónum króna en til ráðstöfunar voru um 78,5 milljónir króna. Fjárframlag í sjóðinn var hækkað í ár og ákvað stjórn sjóðsins að veita fleiri en tveimur verkefnum styrki hærri en 2 m.kr. að þessu sinni.
Stjórn Þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að veita styrk til eftirtalinna 35 verkefna:*

Nafn Heiti verkefnis Úthlutað í kr.
Af öllu hjarta ehf. Markaðsfræðibók fyrir framhaldsskólanema 2.000.000
Aníta Guðný Gústavsdóttir Grunnur að næringarfræði 4.000.000
Anna Margrét Ólafsdóttir paxel123.com 1.080.000
Barnaheill - Save the children á Íslandi SKOH! Hvað er ofbeldi? Verkefnahefti 1.200.000
Berglind Erna Tryggvadóttir Allra mál - smásögur fyrir ÍSAT nemendur á grunn- og framhaldsskólastigum 3.999.892
Bragi Þór Valsson Gagnvirk vinnublöð fyrir tónmennt 1.983.800
Elín Margrét Gunnarsdóttir Þetta reddast! 4.000.000
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti MEMA sprettur. Útgáfa kennslubókar fyrir nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna. 2.000.000
Forlagið ehf. Heimspeki fyrir þig - fylgiefni 600.000
Forlagið ehf. Saga 20. og 21. aldar 2.000.000
Forlagið ehf. Uppeldi - endurskoðuð útgáfa 1.620.000
Forlagið ehf. VÍSINDALÆSI - Léttlestrarbækur um vísindi, fjórða bók 1.500.000
Forlagið ehf. Lubbi - verkefnabækur og léttlestrarbækur 4.000.000
Gauti Eiríksson Námslotur og samþætting námsgreina 1.700.000
Guðný Þorsteinsdóttir Spil og vefur um umhverfismál 2.000.000
Gunnar Kristinn Þorgilsson Hetjuspilið - kennslufræðilegt hlutverkaspil fyrir 5 ára og eldri 2.119.027
Háskólinn á Akureyri Gaman saman - nám og leikur 1.900.000
Háskólinn á Akureyri Samræður og tjáning í Orðaleik 2.000.000
Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir Bók milli mála 2.729.000
Hilmar Þór Sigurjónsson Námsefni í sögu á framhaldsskólastigi 2.000.000
Hjalti Halldórsdóttir Ormstungur - Íslendingasögurnar á mannamáli 1.000.000
IÐNMENNT ses. Efnafræði fyrir framhaldsskóla 4.000.000
IÐNMENNT ses. Leiðbeiningarrit um múrdælur 2.000.000
IÐNMENNT ses. Jæja! Íslenska fyrir innflytjendur, verkefni og hlustunaræfingar 2.000.000
Kristín Ragna Höskuldsdóttir Sá ég spóa 1.093.600
Lilja Björk Stefánsdóttir Leikjasögur 2.000.000
Matthias Baldursson Harksen Hljóðlaus myndbönd til eðlisfræðikennslu 2.000.000
Orkuveita Reykjavíkur Ósýnilegt verður sýnilegt 2.000.000
Rebecca Rose Thompson Birds Review Green Spaces 2.000.000
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir ÍSBORG: Orðaforði og hugtakaskilningur 4.000.000
Tungumálaskólinn ehf. Að læra vestræna letrið og íslensku 2.500.000
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Vísbendingaspilið/ Hugsað út fyrir kassann 1.426.000
Viktor Díar Jónasson Byggjum þrautseigju og bjartari framtíð (Building resilience and brighter future; BUILD) 2.000.000
Þóra Marteinsdóttir Gagnabanki fyrir tónlistarkennara til að kenna börnum sköpun 2.000.000
ÞróA ehf. Lærum íslensku 4.000.000
78.451.319

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica