Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna
Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna fyrir árið 2023, en umsóknarfrestur rann út 27. mars sl.
Úthlutun var tilkynnt við athöfn í Landsbókasafni 16. maí sl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði gesti og afhenti styrkþegum blóm.
Veittir voru styrkir til 17 sjálfstætt starfandi fræðimanna, um 32% umsókna, til metnaðarfullra verkefna sem spanna vítt svið. Starfslaun sjóðsins árið 2023 eru 507.500 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða). Veittar voru tæpar 49 milljónir.
Alls bárust 53 umsóknir í sjóðinn. Alls var sótt um starfslaun til 420 mánaða eða rúmra 213 milljóna kr. Þurfti stjórn að hafna mörgum styrkhæfum verkefnum.
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna er samkeppnissjóður sem hefur það meginhlutverk að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Styrkflokkar eru fjórir; starfslaun til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða.
Styrkþegar
Umsækjandi | Heiti verkefnis | Mánuðir |
Arnþór Gunnarsson | Ísland – ferðamannaland 1858–1939 | 9 |
Auður Aðalsteinsdóttir | Hafið - í bókmenntum og listum | 6 |
Árni Daníel Júlíusson | Smábýli miðalda | 6 |
Árni Heimir Ingólfsson | Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari - ævisaga. | 3 |
Bára Baldursdóttir | Kynlegt stríð | 3 |
Clarence Edvin Glad | Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) | 6 |
Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir | Huldufreyjur. Ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. | 6 |
Elfar Logi Hannesson | Leiklist á Ísafirði | 3 |
Erla Dóris Halldórsdóttir | Berklar á Íslandi 1890–1950 | 9 |
Guðrún Harðardóttir | Íslenskar miðaldakirkjur – Yfirlitsrit | 9 |
Guja Dögg Hauksdóttir | Skáldað í steypu - Högna Sigurðardóttir arkitekt | 6 |
Gunnar Þorri Pétursson | Bakhtínskí búmm | 3 |
Heiðar Kári Rannversson | Pólitísk vistfræði í verkum listakvenna á Íslandi | 6 |
Kristín Svava Tómasdóttir | Dúllý - ævisaga | 9 |
Romina Werth | Rímur af Hálfdani Eysteinssyni: Rannsókn og útgáfa | 3 |
Sigríður Matthíasdóttir | Athafnasemi og gerendahæfni sem „lifuð reynsla“. | 3 |
Sigrún Margrét Guðmundsdóttir | Ástarsagan í kuldanum | 6 |
Alls | 96 |
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.