Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna
Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2021, en umsóknarfrestur rann út 25. mars sl.
Veittir voru styrkir til 19 sjálfstætt starfandi fræðimanna eða um 28% umsókna. Starfslaun sjóðsins árið 2021 eru 410.000 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða). Veittar voru tæplega 53 milljónir.
Alls bárust 68 umsóknir í sjóðinn. Alls var sótt um starfslaun til 486 mánaða eða um 199 milljónir.
Stjórn mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, markmiðs, nýnæmis, frumleika og verkáætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag. Stjórn þurfti að hafna mörgum styrkhæfum verkefnum.
Svarbréf hafa verið send til allra umsækjenda.
Hér að neðan er listi yfir styrkþega. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur.
Aðalumsækjandi | Heiti verkefnis | Mánuðir |
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir | Einmana - bók um verðmæti | 3 |
Arndís S Árnadóttir | Sveinn Kjarval (1919-1981) húsgagna- og innanhússarkitekt | 9 |
Ásthildur Jónsdóttir | Listrænt ákall til náttúrunnar: Þverfagleg umbreytandi sjálfbærnimenntun í ljósi SEE námsleiðarinnar | 12 |
Árni Heimir Ingólfsson | Páll Ísólfsson, ævisaga. Organisti, tónskáld, brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi | 3 |
Bjarki Bjarnason | Tónlist á Íslandi í 1200 ár - frá landnámstíð til þúsaldarmóta | 9 |
Guðrún Ingólfsdóttir | Sjálfsmynd 19. aldar skáldkvenna og glíman við hefðina | 3 |
Haukur Arnþórsson | Forsendur framkvæmdar tveggja stjórnarskrárákvæða hjá Folketinget og Alþingi | 6 |
Haukur Ingvarsson | Kaldastríðsmódernismi í bókmenntum og myndlist | 12 |
Jón Hjaltason | Markús. Íslandssaga alþýðumanns | 6 |
Kristín Bragadóttir | Frumkvöðull og framfarakona á 19. öld : Eugenía Nielsen (1850-1916) faktorsfrú á Eyrarbakka | 6 |
Ólafur Jóhann Engilbertsson | Steyptir draumar - líf og starf Samúels Jónssonar | 3 |
Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir | Litunargjörð | 6 |
Sigrún Margrét Guðmundsdóttir | Húsið og heilinn. Um virkni reimleikahússins í íslenskum hrollvekjum | 9 |
Skafti Ingimarsson | Kvað við uppreisnarlag: saga hreyfingar íslenskra kommúnista og sósíalista 1918-1968 | 6 |
Unnur Guðrún Óttarsdóttir | Minnisteikning í ljósi listmeðferðar: til að efla minni og vinna úr tilfinningum | 6 |
Úlfhildur Dagsdóttir | Úlla og Drakúla | 3 |
Valur Snær Gunnarsson | Upprunasögur | 12 |
Þórir Óskarsson | Félagslegt og listrænt umhverfi Bjarna Thorarensen | 12 |
Þórunn Elín Valdimarsdóttir |
Morðsaga Natans Ketilssonar Síðasta aftaka á Íslandi |
3 |
Alls | 129 |