Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2018
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2018. Alls bárust 342 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 63 þeirra styrktar eða um 18% umsókna.
Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greining verður birt á heimasíðu Rannís innan skamms. *
Öndvegisstyrkir (öll fagráð)
Alls bárust 25 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 4 styrktar eða 16% umsókna.
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Einar Árnason, Katrín Halldórsdóttir, Bjarki Jónsson Eldon, Wolfgang Stephan, Alison Etheridge | Háskóli Íslands | Stofnerfðamengjafræði þorskfiska með háa frjósemi | 50.000 |
Eiríkur Steingrímsson | Háskóli Íslands | MITF: Boðleiðir og frumuhringurinn | 29.920 |
Heiðdís B Valdimarsdóttir | Háskólinn í Reykjavík | Áhrif hvítaljóssmeðferðar á krabbameinstengda þreytu hjá konum með brjóstakrabbamein | 49.813 |
Sigurður Gylfi Magnússon | Háskóli Íslands | Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking | 48.327 |
Alls | 178.060 |
Verkefnisstyrkir (öll fagráð)
Alls barst 181 umsókn um verkefnisstyrki og voru 33 styrktar eða um 18% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Ágúst Kvaran | Raunvísindastofnun | Ljósrof og greining sameindabrota með tvílita ljósörvun; Rydberg orkusviðið |
22.117 |
Hannes Jónsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Aðferðir til að meta hraða segulhvarfa og rannsóknir á segulskyrmeindum fyrir nanóíhluti framtíðarinnar | 16.450 |
Kristín Jónsdóttir | Veðurstofa Íslands | IS-NOISE: Rannsókn á breytingum í skjálftabylgjuhraða í íslenskri skorpu, með nýtingu á samfelldu jarðskjálftasuði. | 13.553 |
Oddur Ingólfsson | Raunvísindastofnun | Óhlaðin sameidabrot og lutverk lágorkurafeinda í fjölsameinda efnahvörf við hreinsun rafeinda drifinna útfellung. | 19.237 |
Pavel Bessarab | Raunvísindastofnun | Hönnun örvunarpúlsa fyrir skilvirkar segulbreytingar | 14.375 |
Sigurður Örn Stefánsson | Raunvísindastofnun | Skölunarmarkgildi slembinna auðgaðra trjáa | 18.265 |
Steffen Mischke | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Nihewan setlagadældin í Kína: Umhverfi og loftslag við búsetu einhverra fyrstu landnema af mannætt utan Afríku | 4.332 |
Alls | 108.329 |
Verkfræði og tæknivísindi
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Brynhildur Davíðsdóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Landfræðilegt sjálfbærnismat á leiðum til aukinnar rafmagnsvæðingar í samgöngum |
18.885 |
David James Thue | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Stöðlun mats á stafrænum stjórnendum til að bæta gagnvirka upplifun | 7.987 |
Einar Örn Sveinbjörnsson | Raunvísindastofnun | Torleiðandi efni til notkunar í rafsviðssmárum gerðum í kísilkarbíði |
18.450 |
Hrund Ólöf Andradóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Sjálfbær regnvatnsstjórnun í köldu loftslagi | 14.900 |
Alls | 60.222 |
Náttúru- og umhverfisvísindi
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Arnar Pálsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Öxlar og ferlar sveiganlegs svipfars og þróunarlegs breytileika |
18.750 |
Karl Gunnarsson | Hafrannsóknastofnun | Áhrif þangsláttar á lífríki fjörunnar | 13.984 |
Snæbjörn Pálsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Stofnerfðafræði Hafarna á Íslandi - áhrif skyldleikaæxlunar og stofnstærðar á sameindabreytileika og hæfni | 13.808 |
Viggó Þór Marteinsson | MATÍS | Airmicrome – Örlög loftborinna örvera sem fyrstu landnema í jarðnesk samfélög | 17.288 |
Alls | 63.830 |
Lífvísindi
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Margrét Helga Ögmundsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Hlutverk sjálfsátsgensins ATG7 í krabbameinum | 18.162 |
Már Másson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Sambönd kítósans og örverudrepandi náttúrulegra efna til meðhöndlunar og varnar sýkingum. | 18.700 |
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Svansson | Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum | Þróun á ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum | 18.750 |
Stefán Þórarinn Sigurðsson, Þorkell Guðjónsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Hlutverk ALKBH3 í viðgerð á tvíþátta DNA rofi | 18.750 |
Alls | 74.362 |
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Andri Steinþór Björnsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Félagsleg áföll: Þáttur þeirra í þróun áfallastreituröskunar og félagsfælni | 13.793 |
Kristín Briem | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Áhættuþættir fyrir áverka á fremra krossband; lífaflfræðileg greining á aldurs- og kynbundnum breytingum og áhrifum fyrirbyggjandi þjálfunar. Framskyggn slembiröðuð samanburðarrannsókn. | 12.293 |
Þórarinn Gíslason | Landspítali-háskólasjúkrahús | Byrði langvinnrar lungnateppu - faraldsfræðileg eftirfylgni. |
13.775 |
Alls | 39.861 |
Félagsvísindi og menntavísindi
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Gunnar Helgi Kristinsson | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Hefur lögmæti áhrif? | 8.277 |
Kristjana Stella Blöndal | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Menntun til jöfnuðar. Langtíma samanburðarrannsókn á námsferli ungs fólk og borgaralegri þátttöku þeirra á Íslandi og í níu öðrum löndum | 22.851 |
Markus Meckl | Háskólinn á Akureyri | Samfélög án aðgreiningar? Aðlögun innflytjenda á Íslandi |
16.697 |
Rannveig Sigríður Sigurvinsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir | Háskólinn í Reykjavík - Viðskiptadeild | Áföll, geðheilsa og uppljóstrun kynferðisofbeldis | 14.571 |
Sigurður Kristinsson, Anna Ólafsdóttir | Háskólinn á Akureyri | Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi | 13.262 |
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Greiðsluvilji fyrir lausn frá sjúkdómum og sjúkdómseinkennum |
17.952 |
Alls | 93.610 |
Hugvísindi og listir
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Guðmundur Oddur Magnússon | Listaháskóli Íslands | Sjónarfur í samhengi: notkun, myndmáls í prentsögu Íslands frá 1844-1944 | 16.041 |
Helga Hilmisdóttir | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum | 16.875 |
Orri Vésteinsson | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Stokkar og steinar. Hráefnisnotkun norrænna manna á Grænlandi. | 10.377 |
Sigríður Þorgeirsdóttir, Björn Þorsteinsson | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Líkamleg gagnrýnin hugsun | 21.992 |
Þórunn Sigurðardóttir | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Pappírsslóð rakin. Efniviður íslenskra bóka og handrita frá 16. og 17. öld - frá pappírsframleiðslu til bókasafna | 18.603 |
Alls | 83.888 |
Rannsóknastöðustyrkir (öll fagráð)
Alls bárust 63 umsóknir um rannsóknastöðustyrki og voru 11 þeirra styrktar eða um 18% umsókna.
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Antonios Achilleos | Háskólinn í Reykjavík | Þekkingarrökfræði fyrir dreifða vöktun | 8.975 |
Edda Björk Þórðardóttir | Háskóli Íslands | Long-Term Morbidities and Comorbidities After Exposure to Trauma and Bereavement | 9.975 |
Freyja Imsland | Háskóli Íslands | Drómasýki í hestum | 9.462 |
Haukur Logi Karlsson | Háskólinn í Reykjavík | Sanngjörn saksókn forréttindahópa: greining á hrunreynslu Íslands | 10.005 |
Magnús Þór Þorbergsson | Háskóli Íslands | Saga leiklistar Vestur-Íslendinga: Farvegir, tengsl og skurðpunktar innflytjendaleikhópa. | 9.725 |
Maonian Xu | Háskóli Íslands | Sambýliskólfsveppir í litskófarætt - eru þeir áður óþekktir framleiðendur mikilvægra náttúruefna? (KÓLFSVEPPA-FLÉTTUR) | 10.037 |
Simon Halink | Háskóli Íslands | Framhaldslíf Snorra Sturlusonar: Þvermenningarleg rannsókn um hlutverk Snorra í menningarminni Íslands, Danmerkur og Noregs. | 8.962 |
Valborg Guðmundsdóttir | Hjartavernd ses | Prótein- og kerfislíffræðigreining á undirhópum sjúklinga með sykursýki 2 | 9.570 |
Watse Sybesma | Raunvísindastofnun | Fluids, quantum critical matter, and holographic duality | 9.775 |
Younes Abghoui | Háskóli Íslands | Í átt að sjálfbærri áburðarframleiðslu | 9.550 |
Celine Rochais | Háskólinn á Hólum | Þróun vitsmuna: Rannsókn á samsvæða afbrigðum bleikju (Salvelinus alpinus). | 11.445 |
Alls | 107.481 |
Doktorsnemastyrkir (öll fagráð)
Alls bárust 73 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 16 styrktar eða um 22% umsókna.
Verkefnisstjóri | Stofnun | Heiti verkefnis | ISK (þús) |
Agnes-Katharina Kreiling | Háskóli Íslands | Líffræðileg fjölbreytni linda á Íslandi | 6.447 |
Antoine Didier Christophe Moenaert | MATÍS | Verðmæti úr þangi með hitakærum bakteríum | 6.662 |
Atli Antonsson | Háskóli Íslands | Menningarsaga íslenskra eldgosa | 6.660 |
Auður Magndís Auðardóttir | Háskóli Íslands | Mótun millistéttarinnar gegnum foreldravenjur og -val innan íslensks grunnskólakerfis | 3.052 |
Ásdís Aðalbjörg Arnalds | Háskóli Íslands | Áhrif laga um fæðingar- og foreldraorlof á atvinnu þátttöku foreldra og umönnun barna | 6.662 |
Charla Jean Basran | Háskóli Íslands | Flækingar sjávarspendýra í veiðarfærum við Ísland: Eftirlit og forvarnir | 6.655 |
Elísabet Alexandra Frick | Háskóli Íslands | Hlutverk miR-190b í brjóstakrabbameini |
6.480 |
Fatemeh Hanifpour | Háskóli Íslands | N2 rafafoxun í ammóníak við herbergisaðstæður með málmoxíð efnahvötum | 6.480 |
Hulda Hjartardóttir | Háskóli Íslands | Sónarskoðun í fæðingu – rannsókn á gagnsemi endurtekinna sónarskoðana til að meta gang sjálfkrafa fæðingar | 2.550 |
Ian Cassar | Háskólinn í Reykjavík | Þróa fræðileg undirstöður fyrir Runtime Enforcement | 5.400 |
Ingunn Hreinberg Indriðadóttir | Háskóli Íslands | Þyngdaráhrif og tilbrigði í orðaröð í íslensku og færeysku | 6.480 |
Maria Potkina | Raunvísindastofnun | Rannsóknir á staðbundnum segulástöndum með tölvureikningum | 6.525 |
Paavo Oskari Nikkola | Raunvísindastofnun | Gerð möttulbergs sem kvika verður til úr á Suðurlandi | 6.666 |
Roberto Pagani | Háskóli Íslands | Skrifarar og íslensk skrifaravenja á 15. öld - Þróun skriftar, stafsetningar og máls á 15. öld (um 1375–1525) |
6.105 |
Sarah Sophie Steinhaeuser | Háskóli Íslands | Samskipti æðaþels og þekjuvefjar í framþróun og meinavarpamyndun brjóstakrabbameina | 6.480 |
Susanne Claudia Möckel | Háskóli Íslands | Kolefnisbinding í mómýrum í síbreytilegu umhverfi - lífræn efni í jarðvegi undir áhrifum eldvirkni. | 6.467 |
Alls | 89.291 |
*Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur. Upphæðir geta breyst við samningagerð.