Úthlutun úr Menntarannsóknasjóði 2021

2.12.2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Menntarannsóknarsjóði 2021. Alls bárust 23 gildar umsóknir í sjóðinn og hlutu fjórar þeirra styrk að upphæð 72.547.500 kr.

  • Menntarannsoknasj_mynd_an_texta

Menntarannsóknasjóður styður hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, náms á framhaldsskólastigi og frístundastarfs.

Markmið sjóðsins er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna, auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og umbóta í skólastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu til 2030.

Árið 2021 voru þessar rannsóknaáherslur í brennidepli:

  • Nám og kennsla nemenda með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.
  • Skólaforðun og brotthvarf úr námi.
  • Nám og kennsla í náttúrugreinum, raungreinum eða tæknigreinum.

Styrktegundir voru tvær, annars vegar styrkir til rannsóknaverkefna og hins vegar styrkir til doktorsnema. Alls bárust 23 gildar umsóknir, 14 um rannsóknaverkefni og 9 frá doktorsnemum. Niðurstaða ráðherra, að fengnu mati fagráðs og með hliðsjón af tillögu úthlutunarnefndar, var að styrkja tvær umsóknir í hvorum flokki, alls að upphæð krónur 72.547.500.

Verkefnisstyrkir:

Verkefnin eru bæði til tveggja ára. Tekur það fyrra til áherslunnar um nám og kennslu nemenda með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn; hið síðara leggur áherslu á skólaforðun og brotthvarf úr námi.

Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis Upphæð (kr.)
Kathryn Margaret Crowe Háskóli Íslands Orðaheimurinn á Íslandi 23.707.500
Kristjana Stella Blöndal Háskóli Íslands Margbreytileiki brotthvarfsnemenda: Raddir nemenda 24.850.000

Doktorsnemastyrkir:

Fyrra verkefnið er til eins árs en hið síðara til tveggja ára. Bæði leggja þau áherslu á skólaforðun og brotthvarf úr námi.

Doktorsnemi Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis Upphæð (kr.)
Heiður Hrund Jónsdóttir Háskóli Íslands Sjálfsmynd og skólaviðhorf nemenda í tengslum við skuldbindingu þeirra og brotthvarf frá námi: Langtímarannsókn á meðal framhaldsskólanema 7.995.000
María Jónasdóttir Háskóli Íslands Stytting námstíma stúdentsprófsbrauta: Áhrif á inntak bóklegs náms á framhaldsskólastigi og áframhaldandi nám á háskólastigi 15.995.000

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Upphæðir geta breyst við samningagerð.

Heimasíða Menntarannsóknasjóðs.

Tilkynning á ensku.

Frétt á vef stjórnarráðsins.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica