Úthlutun úr Loftslagssjóði
Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Alls bárust 85 umsóknir í sjóðinn og 77 þeirra stóðust formkröfur. Voru 16 verkefni styrkt eða 18,8% af öllum innsendum umsóknum. Vegna kynningar- og fræðsluverkefna bárust 27 umsóknir og hljóta tvö þeirra styrk eða 7% af umsóknum. Í flokkunum nýsköpunarverkerkefni bárust 58 umsóknir og fá 14 þeirra fá styrk 24% umsókna.
Í allt var sótt um styrki fyrir rúmar 746 milljónir króna og ákvað
stjórn að styrkja verkefni fyrir rúmar 173 miljónir eða 23% af umsóttri styrkupphæð.
Svör hafa verið send á netföng verkefnisstjóra.
Nýsköpunarverkefni
– í stafrófsröð aðalumsækjenda
Heiti verkefnis | Aðalumsækjandi | Umsótt upphæð (kr) |
Endurnýttar rafbílarafhlöður sem blendingskerfi til rafmagnsframleiðslu | ALOR ehf. | 15.000.000 |
Segulhitarar sem lausn við olíunotkun til húshitunar | Blámi, félagasamtök | 7.760.000 |
CircleFeed: Íblöndun rauðþörunga í fóður til að draga úr metanlosun mjólkurkúa | Bændasamtök Íslands | 15.000.000 |
Liggur lausnin að lágmörkun losunar frá lífrænum leiðindaúrgangi í lífkolun? | Bændasamtök Íslands | 15.000.000 |
Alþjóðleg vottun kolefniseininga með endurheimt votlendis | Efla hf. | 6.600.994 |
Lífgasver í Líforkugörðum við Eyjafjörð | EIMUR | 15.000.000 |
Notkun plastúrgangs í stað jarðefnaeldsneytis í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu | Gerosion ehf. | 10.776.000 |
BioBuilding - innleiðing lífrænna efna í íslenskan byggingariðnað | Lúdika arkitektar slf. | 4.968.186 |
Stafrænar tunnur | Samtök sunnlenskra sveitarfélaga | 13.990.000 |
Hin vanmetna loftslagslausn: Menntun stúlkna í lágtekjuríkjum | SoGreen ehf. | 9.677.376 |
Strandfóður | Úr sveitinni ehf. | 5.000.000 |
Orkuskipti í skipaflutningum með rafeldsneyti | Verkís hf. | 15.000.000 |
Lífgas til orkuskipta í húshitun á Vestfjörðum | Ýmir technologies ehf. | 15.000.000 |
Niðurdæling koltvísýrings á Grundartanga | Þróunarfélag Grundartanga ehf. | 15.000.000 |
Kynningar- og fræðsluverkefni ( í stafrófsröð aðalumsækjenda)
Heiti verkefnis | Aðalumsækjandi | Umsótt upphæð (kr.) |
Alþjóðlegar loftslagsaðgerðir íslensku samhengi | Birna Sigrún Hallsdóttir | 5.000.000 |
Loftslagsbreytingar á mannamáli | Veðurstofa Íslands | 4.500.000 |