Úthlutun úr Loftslagssjóði

28.5.2020

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 203 gildar umsóknir í Loftslagssjóð og voru 32 þeirra styrktar eða um 16% umsókna. 

  • Mynd-vef

Sótt var alls um 1.3 milljarða og veitt alls um 165 miljónir eða um 13%. Alls voru 10 nýsköpunarverkefni styrkt og 22 kynningar- og fræðsluverkefni, sjá lista hér fyrir neðan.

Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Loftslagssjóði en umsóknarfrestur var þann 30. janúar sl. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

Niðurstöður stjórnar verða sendar til allra umsækjenda á næstu dögum.

Kynningar- og fræðsluverkefni

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi

Umsótt upphæð kr.

Birtingarmyndir loftslagsbreytinga Náttúrustofa Vestfjarða 5.000.000
Bitna loftslagsbreytingar verr á konum? Sara McMahon 3.000.000
Earth101. Fræðsla til framtíðar Guðni Elísson 5.000.000
Endurtökuljósmyndun á íslenskum jöklum 2020 Náttúrustofa Suðausturlands ses. 2.059.828
Farandssýning um loftslagsmál í viðbótarveruleika Gagarin 4.989.000
Flóran, fánan og loftslagið - Framtíðin okkar Grasagarður Reykjavíkur 5.000.000
Hvað getur þú gert? - Fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál í grunnskólum Sævar Helgi Bragason 1.520.000
Hvíti risinn Sjónhending ehf. 5.000.000
Jarðgerð fyrir alla Kristjana Björk Brynjarsdóttir 4.994.400
Jöklavefsjá Veðurstofa Íslands 5.000.000
Kort-Er Orkusetur þjónustumiðstöð um skilvirka orkunotkun 1.200.500
Kynningarefni um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum UMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl ehf. 4.999.998
Ljóð fyrir loftslagið Pera Óperukollektíf félagasamtök 3.500.000
Loftslagsmælir Festu – hreyfiafl til þekkingar og framkvæmda Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð 2.448.132
Milli fjalls og fjöru Gjóla ehf. 4.050.000
Rekaviður Nes listamiðstöð ehf. 4.845.483
Sjónvarpsþáttaröðin: Hvað getum við gert? Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 5.000.000
Um tímann og vatnið - heimildarmynd Elsku Rut ehf. 5.000.000
Viðhorf Íslendinga til loftslagsbreytinga: Forsenda fræðslu og stefnumótunar Sigrún Ólafsdóttir 5.000.000
Villta Ísland - loftlagsbreytingar og villt náttúra Íslands Guðbergur Davíðsson 5.000.000
Youth for Arctic Nature Selasetur Íslands ehf. 5.000.000
Þrjú heimili minnka kolefnissporið Arnhildur Hálfdánardóttir 4.661.500
  Alls

92.268.841

Nýsköpunarverkefni

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi

Umsótt upphæð kr.

Aðlögun ál-rafgreiningarkers að CCS með hermunarstuddri hönnun Háskólinn í Reykjavík ehf. 9.990.000
Áreiðanleiki vistgerðaflokka til afmörkunar á framræstu landi Landbúnaðarháskóli Íslands 9.975.207
Effect of seaweed supplementation to cattle feed to reduce methane emissions (SeaCH4NGE-PLUS) Matís ohf. 7.459.000
GreenBytes Renata Stefanie Bade Barajas 9.759.990
Kolefnisbinding frá stóriðju við strendur Íslands Raunvísindastofnun Háskólans 9.861.730
OptiWindow - Uppsetning vindmylla á sjó YOUWIND Renewables ehf. 7.880.000
Samgöngumat við skipulagsgerð Mannvit hf. 2.000.000
Sólarsellu- og rafbílarafhlöðuveita í Grímsey Orkusetur þjónustumiðstöð um skilvirka orkunotkun 2.100.000
Viðarafurðir til framtíðar–varanleg kolefnisbinding íslenskra skóga Skógræktin 6.829.700
Þróun smátækja til að mæla losun koltvísýrings úr jarðvegi: Ódýr og hentugur búnaður til að meta losun og bindingu CO2 Ólafur Sigmar Andrésson 6.550.000
  Alls

72.405.627

Birt með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica