Úthlutun úr Loftslagssjóði
Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 203 gildar umsóknir í Loftslagssjóð og voru 32 þeirra styrktar eða um 16% umsókna.
Sótt var alls um 1.3 milljarða og veitt alls um 165 miljónir eða um 13%. Alls voru 10 nýsköpunarverkefni styrkt og 22 kynningar- og fræðsluverkefni, sjá lista hér fyrir neðan.
Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Loftslagssjóði en umsóknarfrestur var þann 30. janúar sl. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Niðurstöður stjórnar verða sendar til allra umsækjenda á næstu dögum.
Kynningar- og fræðsluverkefni
Heiti verkefnis | Aðalumsækjandi |
Umsótt upphæð kr. |
Birtingarmyndir loftslagsbreytinga | Náttúrustofa Vestfjarða | 5.000.000 |
Bitna loftslagsbreytingar verr á konum? | Sara McMahon | 3.000.000 |
Earth101. Fræðsla til framtíðar | Guðni Elísson | 5.000.000 |
Endurtökuljósmyndun á íslenskum jöklum 2020 | Náttúrustofa Suðausturlands ses. | 2.059.828 |
Farandssýning um loftslagsmál í viðbótarveruleika | Gagarin | 4.989.000 |
Flóran, fánan og loftslagið - Framtíðin okkar | Grasagarður Reykjavíkur | 5.000.000 |
Hvað getur þú gert? - Fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál í grunnskólum | Sævar Helgi Bragason | 1.520.000 |
Hvíti risinn | Sjónhending ehf. | 5.000.000 |
Jarðgerð fyrir alla | Kristjana Björk Brynjarsdóttir | 4.994.400 |
Jöklavefsjá | Veðurstofa Íslands | 5.000.000 |
Kort-Er | Orkusetur þjónustumiðstöð um skilvirka orkunotkun | 1.200.500 |
Kynningarefni um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum | UMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl ehf. | 4.999.998 |
Ljóð fyrir loftslagið | Pera Óperukollektíf félagasamtök | 3.500.000 |
Loftslagsmælir Festu – hreyfiafl til þekkingar og framkvæmda | Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð | 2.448.132 |
Milli fjalls og fjöru | Gjóla ehf. | 4.050.000 |
Rekaviður | Nes listamiðstöð ehf. | 4.845.483 |
Sjónvarpsþáttaröðin: Hvað getum við gert? | Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi | 5.000.000 |
Um tímann og vatnið - heimildarmynd | Elsku Rut ehf. | 5.000.000 |
Viðhorf Íslendinga til loftslagsbreytinga: Forsenda fræðslu og stefnumótunar | Sigrún Ólafsdóttir | 5.000.000 |
Villta Ísland - loftlagsbreytingar og villt náttúra Íslands | Guðbergur Davíðsson | 5.000.000 |
Youth for Arctic Nature | Selasetur Íslands ehf. | 5.000.000 |
Þrjú heimili minnka kolefnissporið | Arnhildur Hálfdánardóttir | 4.661.500 |
Alls |
92.268.841 |
Nýsköpunarverkefni
Heiti verkefnis | Aðalumsækjandi |
Umsótt upphæð kr. |
Aðlögun ál-rafgreiningarkers að CCS með hermunarstuddri hönnun | Háskólinn í Reykjavík ehf. | 9.990.000 |
Áreiðanleiki vistgerðaflokka til afmörkunar á framræstu landi | Landbúnaðarháskóli Íslands | 9.975.207 |
Effect of seaweed supplementation to cattle feed to reduce methane emissions (SeaCH4NGE-PLUS) | Matís ohf. | 7.459.000 |
GreenBytes | Renata Stefanie Bade Barajas | 9.759.990 |
Kolefnisbinding frá stóriðju við strendur Íslands | Raunvísindastofnun Háskólans | 9.861.730 |
OptiWindow - Uppsetning vindmylla á sjó | YOUWIND Renewables ehf. | 7.880.000 |
Samgöngumat við skipulagsgerð | Mannvit hf. | 2.000.000 |
Sólarsellu- og rafbílarafhlöðuveita í Grímsey | Orkusetur þjónustumiðstöð um skilvirka orkunotkun | 2.100.000 |
Viðarafurðir til framtíðar–varanleg kolefnisbinding íslenskra skóga | Skógræktin | 6.829.700 |
Þróun smátækja til að mæla losun koltvísýrings úr jarðvegi: Ódýr og hentugur búnaður til að meta losun og bindingu CO2 | Ólafur Sigmar Andrésson | 6.550.000 |
Alls |
72.405.627 |
Birt með fyrirvara um villur.