Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2019

19.6.2019

Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2019, en umsóknarfrestur rann út 21. maí síðastliðinn. 

Styrkveitingar voru kynntar miðvikudaginn, 19. júní á Björtulöftum í Hörpu, þar sem forsætisráðherra veitti styrkina við formlega athöfn og var myndin tekin við það tækifæri.

Markmið Jafnréttissjóðs er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu, en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna árið 2015. 

Alls bárust 76 umsóknir í sjóðinn. Úthlutað var tæplega 91 milljón króna í styrki til 17 verkefna. 

Eftirtalin verkefni hlutu styrk fyrir árið 2019*:

Titill Nafn Veitt þús. kr.
Help-seeking for Trauma Healing among Icelandic Survivors of Gender-Based Violence Karen Birna Þorvaldsdóttir 6.000
Upplifun karla sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir 6.000
Reynsla íslenskra kvenna af úrvinnslu og leiðum til eflingar eftir kynbundið ofbeldi Hulda Sædís Bryngeirsdóttir 6.000
Immigrant Mothers' Pursuit of Higher Education: An Intersectional Analysis Cynthia Trililani 6.000
Sexual Harassment and Violence in the Work Enviornment: A Nationwide Study Among Icelandic Women Edda Björk Þórðardóttir 5.000
Árangur gegn alþjóðlegu bakslagi - þungunarrof á Íslandi og Írlandi Silja Bára Ómarsdóttir 9.000
Ungar konur og íslenskar sjávarbyggðir: samfélagsáhrif og búsetuval Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 6.000
Kvenréttindafélag Íslands, Safnrit úr sögu kvennabaráttunnar á Íslandi Kvenréttindafélag Íslands 5.000
Verðmat miska vegna kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis Tinna Laufey Ásgeirsdóttir 9.000
Kjör, lífskilyrði og staða innflytjendakvenna í láglaunastörfum á almennum og opinberum markaði Mirra fræðslu- og rannsóknarsetur 6.000
Ásta Sigurðardóttir: málþing og greinasafn Sigrún Margrét Guðmundsdóttir 4.500
Sjúkást Stígamót 9.000
Kvennafrí og kvennaverkföll: Íslensk kvennahreyfing og alþjóðleg áhrif hennar Valgerður Pálmadóttir 5.500
Kvennaráðgjöfin í samstarfi við Bjarmahlíð á Akureyri Kvennaráðgjöfin 1.200
Bandamenn - Námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum Stígamót,samtök kvenna 4.000
Kvennaathvarf fyrir konur með fjölþættan vanda - Faglegur undirbúningur Samtök um kvennaathvarf 1.800
Hvernig á að spyrja um kyn? Vaka Vésteinsdóttir 900
Samtals   90.900

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica