Úthlutun úr Íþróttasjóði 2018
Íþróttanefnd bárust alls 127 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2018.
Alls voru 66 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að upphæð um 114 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 50 að upphæð um 28 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 11 að upphæð um 38 m. kr.
Til ráðstöfunar á fjárlögum 2018 eru 20 m. kr. en samkvæmt reglugerð um Íþróttasjóð þá fara ósóttir styrkir aftur til sjóðsins til úthlutunar. Einnig verður að taka tillit til að kostnaður við rekstur íþróttanefndar og þóknun Rannís vegna umsýslu sjóðsins er tekin af styrkfé sjóðsins.
Íþróttanefnd hefur á fundum sínum fjallað um innkomnar umsóknir og leggur til í samræmi við reglur Íþróttasjóðs um úthlutun að eftirtaldir aðilar hljóti styrkveitingar árið 2018 að upphæð 20,5 milljónir úr Íþróttasjóði.*
Aðstaða
Umsækjandi - nafn | Heiti verkefnis | Styrkur í kr. |
Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar | Kaup á tímatökubúnaði | 250.000 |
Akstursíþróttasamband Íslands | Tímatökubúnaður fyrir rally | 200.000 |
Andri Hjörvar Albertsson | Aðbúnaður | 200.000 |
Badmintonfélag Akranes | Bæting aðstöðu | 100.000 |
Blakfélagið Birnur | Áhalda- og tækjakaup blakdeildar | 200.000 |
Bogfiminefnd ÍSÍ | Aðbúnaður til mótahalds í bogfimi á Íslandi | 400.000 |
Fimleikadeild Hattar | Öryggisdýnur | 250.000 |
Fimleikadeild Leiknis | Áhaldakaup | 400.000 |
Fimleikadeild UMFS | Hopp og fjör | 300.000 |
Fimleikasamband Íslands | Nútímavæðing móta | 400.000 |
Frjálsíþróttadeild FH | Fjölgun iðkenda í stangarstökki | 200.000 |
Frjálsíþróttadeild UMF.Selfoss | Kaup á tímatökutækjum | 300.000 |
Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar | Endurnýjun á grindum | 400.000 |
Golfklúbbur Fjallabyggðar | Endurnýjun á upplýsingaskilti, flaggstöngum og holubotnum | 100.000 |
Golfklúbbur Selfoss | Bæting á aðstöðu til golfæfinga | 300.000 |
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar | Kaup á Brautarslátturvél | 500.000 |
Golfklúbburinn Dalbúi | Búnaðarkaup | 500.000 |
Golfklúbburinn Leynir | Endurnýjun á æfingarsvæði | 250.000 |
Hestamannafélagið Hending | Reiðhjálmakaup | 100.000 |
Hnefaleikafélag Akureyrar | Gera upp aðstöðu og kaupa búnað | 150.000 |
Íþróttafélag Reykjavíkur | Íþróttahópur eldri borgara hjá ÍR | 100.000 |
Íþróttafélagið Dímon fimleikadeild | Kaup á lendingardýnu | 350.000 |
Íþróttafélagið Gerpla | Trampólínkaup - tvöfalt minitramp | 300.000 |
Íþróttafélagið Huginn | Kaup á búnaði fyrir íþróttaskóla | 150.000 |
Íþróttafélagið Ösp | Hjálpartæki | 300.000 |
Jaðar Íþróttafélag | jaðar Íþróttir | 500.000 |
Knattspyrnufélagið Víðir | Áhöld | 150.000 |
Kraft Mosfellsbæ | Tækjakaup fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar | 200.000 |
Kraftlyftingadeild Breiðabliks | Uppbygging unglingastarfs | 150.000 |
Kvartmíluklúbburinn | Tímatökubúnaður | 200.000 |
Körfuknattleiksfélag Fjarðabyggðar | Styrkur til kaupa á körfu og boltum | 150.000 |
Lyftingafélag Austurlands | Búnaðarkaup fyrir Lyftingafélag Austurland | 400.000 |
Lyftingafélagið Hengill | Kaup á sérhæfðum gæðabúnaði | 150.000 |
Mostri Golfklúbbur | Kaup á brautarsláttuvél | 500.000 |
Skautafélag Akureyrar | Útbreiðsla skautaiðkunnar | 350.000 |
Skíðafélag Dalvíkur | Búnaðarkaup | 300.000 |
Skíðasamband Íslands | Kaup á búnaði fyrir æfingabúðir og mótahald. | 400.000 |
Skotfélag Akraness | Uppbygging haglasvæðis | 300.000 |
Skotfélagið Markviss | Öryggisgirðing um Skotsvæði | 100.000 |
Skotfélagið Skotgrund | Leirdúfukastvélar | 400.000 |
Skotfélagið Skyttur | Unglingabyssur | 150.000 |
Sunddeild Þróttar Neskaupstað | Endurnýjun ráspalla | 200.000 |
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Tindastóls | Áhaldakaup til afreka | 250.000 |
Ungmenna-/íþróttafélagið Smári | Áhaldakaup | 300.000 |
Ungmennafélag Bolungarvíkur | Fimleikadeild UMFB | 150.000 |
Ungmennafélag Hrunamanna | Skotvél í körfubolta | 150.000 |
Ungmennafélag Hrunamanna-Frjálsíþróttadeild | Áhalda- og tækjakaup frjálsíþróttadeildar Ungmennafélags Hrunamanna | 200.000 |
Ungmennafélagið Ólafur pá | Kaup á áhöldum og tækjum | 50.000 |
Ungmennafélagið Sindri | Stökkgólf (Fiber) | 500.000 |
Ungmennafélagið Valur | Áhaldakaup fyrir blak | 100.000 |
Fræðsla og útbreiðsla
Umsækjandi - nafn | Heiti verkefnis | Styrkur |
Badmintonsamband Íslands | Badminton um allt land | 300.000 |
Félag áhugamanna um íþr aldr | Frá á fæti | 250.000 |
Fimleikafélagið Rán | Uppbygging Ránar | 250.000 |
Frjálsíþróttadeild Í.R. | Allir með | 350.000 |
Frjálsíþróttasamband Íslands | Fræðslukerfi FRÍ | 350.000 |
Golfklúbbur Selfoss | Fræðsla/þekking og forvarnarverkefni | 200.000 |
Golfklúbburinn Vestarr | Efling þátttöku barna og unglinga í golfi. | 300.000 |
Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur | Amerísk fánafótbolta grunnskólakynning fyrir 4.-7.bekkir | 100.000 |
Héraðssamband Snæf/Hnappad,HSH | Frjálsíþróttabúðir SamVest | 100.000 |
Knattspyrnuvinafélag Litla Hrauns | Knattspyrnuforvörn - Án fordóma | 250.000 |
Körfuknattleiksdeild Vestra | Útbreiðsluverkefni körfuknattleiksdeildar Vestra 2017-2018 | 100.000 |
Körfuknattleiksfélag Fjarðabyggðar | Uppbygging körfuknattleiks í Fjarðabyggð | 250.000 |
Skotfélagið Skotgrund | Efling íþróttastarfs fyrir unglinga | 100.000 |
Taekwondo deild Þórs,Akureyri | Þjálfaramenntun og úrvalshópur | 150.000 |
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Tindastóls | Körfuboltaskóli barna (6-12 ára) | 100.000 |
Ungmenna-/íþróttasamb Austl,UÍA | Farandþjálfun 2018 | 300.000 |
Ungmennafélagið Sindri | Þjálfaranámskeið | 100.000 |
Ungmennafélagið Valur | Dómaranámskeið í blaki | 100.000 |
Ungmennafélagið Víkingur | Íþróttasálfræði á heimavelli | 150.000 |
Víkingur,tennisklúbbur | Skólakennsla, skólamót og áhöldakaup í Míni Tennis fyrir börn í 4.-6.bekk í Reykjavík | 100.000 |
Yngri flokkaráð Þórs í handbolt | Fræðsla fyrir iðkendur og foreldra þeirra | 100.000 |
Rannsóknir
Umsækjandi - nafn | Heiti verkefnis | Styrkur |
Hafrún Kristjánsdóttir | Jafnrétti í boltaíþróttum á Íslandi | 500.000 |
Harpa Söring Ragnarsdóttir | Tíðni bráðra meiðsla í hnefaleikum á Íslandi | 500.000 |
Háskóli Íslands | Nýjar tækniaðferðir við sundþjálfun/kennslu barna | 400.000 |
Háskóli Íslands - Rannsóknarstofa í Íþrótta og heilsufræði | Knattspyrnuþjálfunar barna á Íslandi og í Noregi - Samanburðarrannsókn | 1.200.000 |
Háskóli Íslands/Elísabet Margeirsdóttir | Íþróttagarpar framtíðarinnar - breytingar á matarumhverfi við íþróttaiðkun barna | 400.000 |
María Kristín Jónsdóttir | Heilahristingur meðal íþróttakvenna, hormónatruflanir, andleg líðan og lífsgæði | 500.000 |
*Birt með fyrirvara um villur.