Úthlutun úr Doktorsnemasjóði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins 2022

11.11.2022

Stjórn Doktorsnemasjóðs umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra doktorsnemaverkefna fyrir árið 2022. Alls bárust fimm umsóknir í sjóðinn og voru þrjár þeirra styrktar eða 60% umsókna.

  • GThTh-og-doktorsnemar
    Frá vinstri: Ruth Phoebe Tchana Wandji, Christian Klopsch, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Asra Salimi

Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Rannís hefur umsjón með sjóðnum sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags, og eru styrkir veittir til doktorsnema á sviði náttúruvísinda.

Veittir voru þrír styrkir, einn til þriggja ára, einn til tveggja ára og einn til eins árs. Heildarupphæð styrkveitingar fyrir árið 2022 var 16,7 milljónir króna, en til þriggja ára er heildarupphæð styrkveitingar 49,8 milljónir króna.

Rannís óskar styrkþegum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Hér má sjá lista yfir þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni*

Heiti verkefnis Umsækjandi Upphæð styrks (krónur)

Carbon balances of a drained and a rewetted peatlands in Iceland (C-ReWet)

Asra Salimi

24.683.345

How does soil warming, grazing and drought affect carbon uptake in Icelandic grasslands?

Ruth Phoebe Tchana Wandji

8.749.995

The effects of long-term grazing exclusion on soil carbon dynamics in Icelandic grasslands

Christian Klopsch

16.365.000

*Birt með fyrirvara um villur

Mynd: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið









Þetta vefsvæði byggir á Eplica