Seinni úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2021
Æskulýðssjóði bárust alls 17 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 15. október 2021. Sótt var um styrki að upphæð rúmlega 17 milljónir kr.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar Æskulýðssjóðs ákveðið að styrkja 6 verkefni að upphæð 3.918.000 kr. Þetta er seinni úthlutun ársins 2021.
Eftirtalin verkefni fengu styrk:*
Nafn umsækjanda | Heiti verkefnis | Úthlutun í kr. |
Bandalag íslenskra skáta | Fjölskylduskátastarf | 1.000.000 |
Kristileg skólahreyfing | Stjórnarhandbók og félagsstarf | 148.000 |
Landssamband æskulýðsfélaga | Ráðstefna um stöðu ungmennageirans | 1.000.000 |
Skátasamband Reykjavíkur | Sérkunnáttunámskeið | 270.000 |
Ungmennafélag Íslands | Félagsstarf, hvað er það? | 500.000 |
Ungmennahreyfing Rauða krossins | Stelpur á flótta | 1.000.000 |
Samtals úthlutað | 3.918.000 |
Nánari upplýsingar um Æskulýðssjóð
*Birt með fyrirvara um villur.