Úthlutun til samstarfsverkefna Jules Verne 2024-2025
Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Jules Verne sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. Veittir eru styrkir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna.
Á sameiginlegum fundi fulltrúa landanna var samþykkt úthlutun styrkja til verkefna. Alls bárust 17 umsóknir og ákveðið var að styrkja fimm þeirra.
Heildarúthlutunin var 4 milljónir kr. og hlaut hver styrkþegi 800 þúsund kr. sem ætlað er til greiða ferða- og dvalarkostnað vísindamanna vegna gagnkvæmra heimsókna á tímabilinu 2024 og 2025.
Björn Þór Jónsson | Háskólinn í Reykjavík | Big Data Management in Multimedia exploration in Virtual Reality (Identity) |
Samstarfsaðili: Laurent d'Orazio | French Institute: Institut de Recherche en Informatique et Systémes Aléatoires (IRISA) | |
Ármann Höskuldsson | University of Iceland, School of Engineering and Natural Science | Dynamics of Plinan basalic erupions from field reconstruction and physical modelling of historical plumes |
Samstarfsaðili: Guillaume Carazzo | French Institute: Université Paris Cité, Institut de Physique du Globe de Paris | |
Catherine Chambers | University Centre of the Westfjords | History of Basque whalers in Iceland |
Samstarfsaðili: Denis Laborde | French Institute: CNRS - UAR/EHESS | |
Eiríkur Steingrímsson | University of Iceland, Faculty of Medicine | Functional role of intrinsically disordered regions in MITF |
Samstarfsaðili: Lionel Larue | French Institute: Developpement Normal et Pathologique de Melanocytes Institut Curie | |
M Garguiulo Paolo | Reykjavik University, Institute of Biomedical and Neural Engineering | EEG Signature of Postural Control |
Samstarfsaðili: M. Hassan Mahmoud | French Institute: INSERM |