Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði árið 2023
Alls barst sjóðnum 41 umsókn. Þar af voru 33 gildar umsóknir sem voru metnar af fagráði. Samtals var sótt um 1.319 milljónir króna til sjóðsins; 913 milljónir til sex verkefna á vegvísi og um 406 milljónir til 27 verkefna utan vegvísis.
Styrkir til verkefna á vegvísi eru talsvert viðameiri en almennir styrkir. Öll verkefnin sex á vegvísi hlutu styrk auk sjö verkefna utan vegvísis, samtals rúmlega 531 milljón króna. Styrkir til vegvísaverkefna eru 81% af heildarúthlutun.
Í boði fyrir almenn verkefni voru fjórar styrktegundir:
- Tækjakaupastyrkur
- Uppbyggingarstyrkur
- Uppfærslu/viðhaldsstyrkur
- Aðgengisstyrkur
Veittir voru þrír tækjakaupastyrkir, tveir uppbyggingarstyrkir, einn uppfærslu/viðhaldsstyrkur og einn aðgengisstyrkur.
Listi yfir úthlutun úr Innviðasjóði 2023
Nánari greining á umsóknum og styrkjum verður birt á vefsíðu Innviðasjóðs á næstunni.
Innviðir á vegvísi 2023
Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti verkefnis | Veitt í Kr. |
Háskóli Íslands | Hans Tómas Björnsson | Frá sameindum til sniðlækninga: heildstæð aðstaða fyrir nútíma lífvísindi. | 67.594.265 |
Háskóli Íslands | Guðmundur H Kjærnested | Icelandic Research e-Infrastructure (IREI) | 75.864.250 |
Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Ólöf Garðarsdóttir | MSHL - annað stig | 62.071.463 |
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Óttar Rolfsson | Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda (EFNGREIN) | 141.694.840 |
Raunvísindastofnun | Unnar Bjarni Arnalds | Vegvísir í efnisvísindum og efnisverkfræði | 50.067.352 |
Veðurstofa Íslands | Kristín Sigríður Vogfjörð | EPOS Ísland | 31.083.005 |
Alls | 428.375.175 |
Tækjakaupastyrkir
Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti verkefnis | Veitt í þús. Kr. |
Raunvísindastofnun | Sigurður Reynir Gíslason | Water Stable Isotopes in Hydrology and Earth Sciences | 12.484.500 |
Náttúrufræðistofnun Íslands | Birgir Vilhelm Óskarsson | Advancements in 3D geological mapping and hazard monitoring in Iceland | 21.190.601 |
Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Rannveig Sigríður Sigurvinsdóttir | Mæling lífeðlisfræðilegra viðbragða í sýndarveruleika | 2.621.254 |
Alls | 36.218.497 |
Uppbyggingarstyrkir
Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti verkefnis | Veitt í þús. Kr. |
Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Guðbjörg Andrea Jónsdóttir | European Social Survey ERIC, lota 11 | 45.375.000 |
Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands | Vilhelm Vilhelmsson | Gagnagrunnur sáttanefndabóka | 12.119.020 |
Alls | 57.494.020 |
Uppfærslu/viðhaldsstyrkur
Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti verkefnis | Veitt í þús. Kr. |
Matís | Viggó Þór Marteinsson | ISCAR - Öruggari geymsla Örvera og Lífsýna, ofurfrystir | 6.759.345 |
Alls | 6.759.345 |
Aðgengisstyrkur
Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti verkefnis | Veitt í þús. Kr. |
Raunvísindastofnun | Magnús Tumi Guðmundsson | Vottun á uppsetningu MagArrow segulmælis í flugvél | 2.167.500 |
Alls | 2.167.500 |
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.