Úthlutun Nordplus 2021
Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni nærri 8,6 milljónum evra til 256 verkefna og samstarfsneta sem hefjast á árinu 2021. Alls barst 331 umsókn og sótt var um heildarstyrk upp á 14,8 milljónir evra.
Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi sem skiptist í fimm undiráætlanir og er einnig umsýsluaðili fyrir tungumálahlutann.
Umsóknum fækkaði um 169 frá 2020, líklega hefur þar heimsfaraldurinn mikið að segja. Upphæðin sem sótt var um féll í sama hlutfalli, úr 21,5 milljónum í 14,8.8.
Íslenskum stofnunum gekk almennt vel og voru þær 8% umsækjenda og fengu 8% styrkja.
Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og veitir styrki til samstarfs innan Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á öllum stigum menntunar til að efla tengslanet, verkefnasamstarf, auka hreyfanleika nemenda og kennara á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.
Áhersluatriði Nordplus eru að þessu sinni græn framtíð og virðist það þema ná vel til umsækjenda. Sótt var um 96 verkefni sem tengdust því og veittir voru styrkir til 69 þeirra.
Íslensk síða Nordplus.is
Sjá einnig á vef Nordplus áætlunarinnar: Results of the Norplus 2021 application round