Úthlutun Nordplus 2020
Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni um 10 milljón evra til 362 verkefna og samstarfsneta sem hefjast á árinu 2020. Alls bárust 500 umsóknir og sótt var um heildarstyrk upp á 21 milljón evra sem er meira en tvöfalt það sem Nordplus hefur til úthlutunar.
Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi sem skiptist í fimm undiráætlanir og er einnig umsýsluaðili fyrir tungumálahlutann.
Þetta er svipuð upphæð og í fyrra, bæði í fjölda umsókna og fjárhæð sem sótt var um.
Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og veitir styrki til samstarfs innan Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á öllum stigum menntunar til að efla tengslanet, verkefnasamstarf, auka hreyfanleika nemenda og kennara á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.
Nordplus hefur, undanfarin tvö ár, lagt áherslu á að fá verkefni sem fjalla um "stafræna hæfni og forritunarlega hugsun", en í því sambandi er verið að hugsa um stafræna hæfileika nemenda sem beytt er við úrlausn verkefna frekar en notkunar á stafrænum búnaði til kennslu (Digital competence and computational thinking) og er sérstakt ánægjuefni að sjá hve mörg verkefni fjalla um þetta mikilvæga málefni.
Sjá einnig á vef Nordplus áætlunarinnar: Results of the Norplus 2020 application round