Úthlutun námsorlofa kennara og stjórnenda í framhaldsskólum

11.12.2024

Námsorlofsnefnd hefur veitt orlof til alls 41 stöðugildis fyrir veturinn 2025 - 2026

Um er að ræða 40 heil orlof og 2 hálf. Einstaklingar sem hljóta orlof eru alls 42, þar af eru 33 konur (78%) og 9 karlar (22%). Skólameistaraorlof eru 8 talsins í þessari úthlutun á móti 34 einstaklingsorlofum.

Tilgangur námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi. Veiting námsorlofa kennara, náms- og starfsráðgjafa og stjórnenda í framhaldsskólum fer fram samkvæmt 11. grein laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 og reglugerð nr. 762/2010.

Nafn Skóli Sérsvið Ár Tilgangur
Anna Sigríður Brynjarsdóttir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Stærðfræði 28 Háskólanám í stærðfræði og jákvæðri sálfræði.
Ari Knörr Jóhannesson Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Tölvufræði og upplýsingatækni 23 Nám í notkun og kennslu gervigreindar.
Ármann Halldórsson Verzlunarskóli Íslands Erlend tungumál 26 Háskólanám í heimspeki.
Berglind Rúnarsdóttir Borgarholtsskóli Íslenska og tjáning 24 Háskólanám í íslenskukennslu.
Brynja Margeirsdóttir Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Samfélagsgreinar 31 Háskólanám í félagsfræði og greinum tengdum lífsleikni og gervigreind.
Elín Guðmundardóttir Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Stærðfræði 21 Háskólanám í stærðfræði.
Elín Una Jónsdóttir Menntaskólinn að Laugarvatni Íslenska og tjáning 20 Háskólanám í íslensku.
Elva Björk Ágústsdóttir Menntaskólinn við Hamrahlíð Samfélagsgreinar 19 Skólaorlof – Þverfaglegt háskólanám við háskólann í Utrecht.
Eyrún Björg Magnúsdóttir Fjölbrautaskóli Suðurlands Samfélagsgreinar 13 Skólaorlof – Háskólanám í mannfræði.


Guðbjörg Grímsdóttir Fjölbrautaskóli Suðurlands Íslenska og tjáning 31 Háskólanám í íslenskukennslu og námskeið í yoga kennslu.
Guðmundur Grétar Karlsson Fjölbrautaskóli Suðurnesja Stjórnun og stefnumótun 21 Háskólanám í verkefnastjórnun.
Hafdís Guðrún Garðarsdóttir Fjölbrautaskóli Suðurlands Sérkennsla 30 Viðbótardiplóma í áhættuhegðun og verlferð ungmenna.
Haraldur Gylfason Borgarholtsskóli Verk- og starfsnám 16 Nám í kennslu málmiðnaðar með áherslu á suðu.
Helga Jóhannesdóttir Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Listgreinar 21 Nám í Listaháskóla Íslands, listir og velferð.
Inga Þóra Ingadóttir Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Stjórnun og stefnumótun 20 Skólaorlof - Háskólanám í hagnýtri skjalafræði.
Ingibjörg Þóra Garðarsdóttir Kvennaskólinn í Reykjavík Sérkennsla 36 Háskólanám í sérkennslufræðum.
Ingibjörg Þórðardóttir Verkmenntaskóli Austurlands Íslenska og tjáning 26 Háskólanám í ritlist.
Ingunn Gylfadóttir Menntaskólinn í Kópavogi Erlend tungumál 18 Skólaorlof - Háskólanám í alþjóðlegum menntunarfræðum.
Irena Ásdís Óskarsdóttir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Íþróttir 23 Nám í íþróttafræðum.
Jóhann G. Thorarensen Menntaskólinn við Sund Tölvufræði og upplýsingatækni 21 Nám í upplýsingatækni og tæknistjórnun.
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir Kvennaskólinn í Reykjavík Erlend tungumál 21 Háskólanám í kynja- og hnattrænum fræðum.
Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir Menntaskólinn við Hamrahlíð Erlend tungumál 22 Hálft orlof - Háskólanám í kennslu íslensku sem annað tungumál.
Jóney Jónsdóttir Menntaskólinn á Egilsstöðum Stjórnun og stefnumótun 22 Háskólanám í opinberri stjórnsýslu.
Jónína Halla Víglundsdóttir Fjölbrautaskóli Vesturlands Stjórnun og stefnumótun 17 Skólaorlof – Háskólanám í stjórnun menntastofnanna.
Karólína Baldvinsdóttir Menntaskólinn á Tröllaskaga Tölvufræði og upplýsingatækni 7 Skólaorlof – Nám í Listaháskóla, list og velferð.
Katrín Jóna Svavarsdóttir Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Íslenska og tjáning 21 Nám í ritun og lestri með áherslu á lesblindu.
Kristín Helga Ólafsdóttir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Stjónun- og stefnumótun 26 Skólaorlof - Háskólanám í stjórnun.
Linda K. Kristinsdóttir Menntaskólinn við Sund Íþróttir 25 Háskólanám í sálgæslu.
Margrét Adolfsdóttir Menntaskólinn í Reykjavík Samfélagsgreinar 21 Háskólanám í hnattrænum fræðum.
María Hjálmtýsdóttir Menntaskólinn í Kópavogi Samfélagsgreinar 20 Viðbótardiplóma; Nám fyrir alla.
Nanna Þóra Andrésdóttir Menntaskólinn í Kópavogi Sérkennsla 29 Háskólanám í sálgæslu.
Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir Fjölbrautaskólinn við Ármúla Viðskiptagreinar 35 Háskólanám í viðskipta- og hagfræði.
Rakel Linda Gunnarsdóttir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Erlend tungumál 18 Hálft orlof - Háskólanám í menntastjórnun og matsfræðum.
Rannveig Ármannsdóttir Menntaskólinn á Akureyri Erlend tungumál 20

Háskólanám í faggreinakennslu.


Sigurbjörn Björnsson Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Verk- og starfsnám 18 Háskólanám í tölvuteikningu.
Sigurður Hlynur Sigurðsson Verkmenntaskólinn á Akureyri Stjórnun og stefnumótun 18 Háskólanám í Farsæld barna.
Snædís Baldursdóttir Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Íslenska og tjáning 30 Nám í kennslu íslenska sem annað tungumál.
Soffía Margrét Magnúsdóttir Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Listgreinar 23 Nám í kennslu í sjálfbærni og textílgerð.

Úlfar Snær Arnarsson Fjölbrautaskólinn við Ármúla Íslenska og tjáning 23 Háskólanám í íslenska og íslenska sem annað tungumál.
Vilbergur Magni Óskarsson Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Verk- og starfsnám 21 Skólaorlof – Skipstjórnarnám á háskólastigi.
Þorgerður Aðalgeirsdóttir Verzlunarskóli Íslands Erlend tungumál 27 Þýskunám í Þýskalandi
Þórdís Ása Þórisdóttir Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Stærðfræði 21 Diplomanám í stærðfræði við Queens University

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur









Þetta vefsvæði byggir á Eplica