Úthlutað úr Markáætlun í tungu og tækni

4.2.2021

Stjórn Markáætlunar í tungu og tækni ákvað á fundi sínum 2. febrúar sl. að styrkja fimm verkefni á sviði tungu og tækni um allt að 295 milljónir króna í fyrstu úthlutun áætlunarinnar 2020-2023. Alls barst 21 umsókn um styrk.

Hlutverk Markáætlunar í tungu og tækni er annars vegar að vernda og efla íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.

Markáætlun í tungu og tækni er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum).

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk:

Sjálfvirk einræðing íslenskra sérnafna. Verkefnisstjóri: Óli Páll Geirsson. Aðalumsækjandi: Snjallgögn ehf. · Meðumsækjendur: Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur.

Þróunarumgjörð fyrir íslenskt samræðukerfi. Verkefnisstjóri: Hannes Högni Vilhjálmsson. Aðalumsækjandi: Háskólinn í Reykjavík. · Meðumsækjendur: Grammatek ehf., Tiro ehf.

Tölvustudd framburðarþjálfun á íslensku. Verkefnisstjóri: Jón Guðnason. Aðalumsækjandi: Háskólinn í Reykjavík. · Meðumsækjendur: Háskóli Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Tiro ehf.

Mat á vitrænni hnignun með sjálfvirkri málgreiningu. Verkefnisstjóri:  Anton Karl Ingason. Aðalumsækjandi: Háskóli Íslands. · Meðumsækjendur: Landspítali, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Notkun vélnámslíkana fyrir klínískar greiningar. Verkefnisstjóri: Emil Lárus Sigurðsson. Aðalumsækjandi: Háskólinn í Reykjavík. · Meðumsækjandi: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica