Rafrænn upplýsingafundur um Clean Energy Transition (CET) samfjármögnunina
Markmiðið með fundinum er meðal annars að efla þátttöku Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í samfjármögnunni. Fundurinn verður haldinn 14. ágúst nk. og hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma (14:00 CEST).
Nordic Energy Research stendur fyrir fundinum og er nauðsynlegt að skrá sig. Að skráningu loknu fá þátttakendur sendan hlekk til að tengjast fundi.
Frekari upplýsingar og skráning á fund
Markmið upplýsingafundarins:
- veita upplýsingar um 2024 kallið
- efla þátttöku Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Clean Energy Transition verkefnum
- hvetja til samstarfs í kringum mótun framtíðar orkuverkefna
- kynna stöðu orkuskipta á norðurlöndum almennt
CET fjármögnunin (CETPartnership) gerir lands- og svæðisbundnum fjármögnunarstofnunum kleift að sameina fjármögnun á árlegum sameiginlegum styrkjum til orkuverkefna. Á upplýsingafundinum verður farið yfir umsóknarferlið, hæfniskilyrði og kröfur hvers og eins fjármögnunaraðila. Í lokin verður opnað fyrir spurningar.
Dagskrá
-
Samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Clean Energy transition verkefnum
-
CET samfjármögnunarverkefnið
– 2024 kallið
– Upplýsingar um áherslur, hæfniskilyrði og umsóknarferlið
-
Fundarherbergi – kröfur einstakra fjármagnsstofnana
– Ísland / The Icelandic Centre for Research (Rannis)
– Danmörk / Innovation Fund Denmark & EUDP
– Noregur / Research Council Norway
– Svíþjóð / Swedish Energy Agency
– Litháen / Research Council of Lithuania
– Lettland / Latvian Council of Science