Uppbyggingarsjóður EES: Nýr gagnagrunnur fyrir leit að samstarfsaðilum

11.3.2021

Utanríkisráðuneytið hefur komið á fót gagnagrunni fyrir áhugasama samstarfsaðila og möguleg samstarfsverkefni sem leita styrkja í Uppbyggingarsjóð EES. Gagnagrunnurinn er á ensku þar sem hann miðlar upplýsingum til viðtökuríkjanna sem hafa áhuga á að hefja samstarf með íslenskum aðilum.

  • EEA-grants

Í gagnagrunni verður hægt að leita eftir menningar-, nýsköpunar-, orku- og rannsóknaverkefni, eða á þeim sviðum sem áætlanir Uppbyggingarsjóðsins og áherslur Íslands taka mið af.

Í grunninum er hægt að leita og flokka eftir ýmsum breytum, tegund aðila, flokkum, undirflokkum og hægt að leita í texta. Markmiðið er að aðstoða áhugasama samstarfsaðila við að finna upplýsingar fljótt og vel.

Skráið ykkur til leiks

Ef þið/ykkar stofnun/fyrirtæki/félagasamtök hafið áhuga á að bætast við lista áhugasamra samstarfsaðila og setja upplýsingar um ykkur og mögulegar verkefnahugmyndir í grunninn, þá hvetjum við ykkur til að fylla út skráningarform.

Utanríkisráðuneytið sér um uppfærslu gagnagrunnsins en það er á ábyrgð samstarfsaðilanna að upplýsa ráðuneytið um breytingar.

 
Til fróðleiks: Uppbyggingarsjóður EES (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Heildarupphæð sem varið verður til styrkja á árunum 2014 - 2021 er 1,5 milljarður evra. Íslendingar hafa verið öflugir þátttakendur í margs konar verkefnum og hafa notið góðs af sjóðnum undanfarin ár.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica