Uppbyggingarsjóður EES í Rúmeníu auglýsir eftir umsóknum

24.10.2022

Opið er fyrir umsóknir í flokknum viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2022.

  • EEA-grants

Markmið áætlunarinnar er að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróun á nýjum og grænum tæknilausnum, innan bláa hagkerfinu og á sviði upplýsingatækni (ICT). 

Styrkirnir eru veittir rúmenskum félögum sem eru hvött til samstarfs við íslenska lögaðila. Þannig er hvatt til samstarfs milli Íslands og Rúmeníu og íslenskir samstarfsaðilar fá tækifæri til að flytja út sína þekkingu og skapa frekari tækifæri í Rúmeníu.


  • Heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er 1.000.000 evra
  • Hámarksstærð verkefna er 200.000 evrur
  • Lágmarksstærð verkefna er 10.000 evrur

Nánari upplýsingar um kallið

Uppbyggingarsjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja; Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Bendum á Gagnagrunninn hjá Utanríkisráðuneytinu þar sem áhugasamir um möguleg samstarfsverkefni geta leitað styrkja í Uppbyggingarsjóð EES.

Ef þið/ykkar stofnun/fyrirtæki/félagasamtök hafið áhuga á að bætast við lista áhugasamra samstarfsaðila og setja upplýsingar um ykkur og mögulegar verkefnahugmyndir í grunninn

Tengiliður hjá Rannís: Egill Þór Níelsson









Þetta vefsvæði byggir á Eplica