Uppbyggingarsjóður EES í Póllandi auglýsir eftir umsóknum á sviði menntunar

4.2.2021

Um er að ræða annan áfanga í menntaáætluninni undir forskriftinni „Foundation for the Development of the Education System“ sem miðar að því að þróa og örva samstarf Póllands við Ísland, Liechtenstein og Noreg.

Umsóknarfrestur er 12. apríl 2021 og heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er €14,381,096.

Áætlunin leggur áherslu á eftirfarandi þætti:

  • Menntun án aðgreiningar
  • Stjórnhættir í menntageiranum
  • Aukin gæði í menntageiranum
  • Starfs- og iðnþjálfun
  • Starfsleiðsögn
  • Velferð barna

Skipting fjármagnsins milli fjögurra áherslusviða er eftirfarandi:

  • Starfsþróun starfsfólks (5,7%)
  • Stúdenta- og starfsmannaskipti á háskólastigi (9,5%)
  • Stofnanasamstarf á sviði starfsnáms og iðnnáms (45,3%)
  • Stofnanasamstarf á sviði menntamála (39,5%)

Nánari upplýsingar: 2nd call – Program Edukacja (MF EOG 2014-2021) (education.org.pl)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica