Tónlistarsjóður - seinni úthlutun 2020

8.6.2020

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2020, 1. júlí – 30. desember.

Tónlistarsjóður starfar skv. lögum nr. 76/2004 og er hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Tónlistarsjóði bárust alls 186 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar. Sótt var um rúmar 168 milljónir króna. Til úthlutunar úr Tónlistarsjóði í seinni úthlutun ársins eru 18 milljónir króna. Veittir eru styrkir til 61 verkefnis.  Árangurshlutfall umsækjenda er því um 32%.

Hæsta styrkinn, að upphæð 800.000 krónur, hlýtur Sinfóníuhljómsveit Austurlands. Þrjú verkefni hljóta styrk að upphæð sjö hundruð þúsund krónur: Óperudagar 2020, barnaóperan Fuglabjargið og námskeiðið: Ungir tónhöfundar

Meðal annarra verkefna sem hljóta styrk má nefna tónleikaraðir á Akureyri, Seyðisfirði og í Hóladómkirkju, sönghátíð í Hafnarborg og lúðrasveitaveislu á Akureyri. Samanlögð upphæð fyrri og seinni úthlutunar á árinu eru 65.090.000. Styrkir hafa verið veittir til 121 verkefnis, auk átta aðila með 3 ára samninga.

Næsti umsóknarfrestur er 2. nóvember nk. fyrir verkefni 2021

Meðfylgjandi er listi yfir styrkt verkefni:

Birt með fyrirvara um villlur.

Umsækjandi Titill Úthlutuð upphæð Póstnr umsækjanda
Sinfóníuhljómsveit Austurlands La dolce vita 800.000 730
Ingibjörg Ýr SkarphéðinsdóttirI Fuglabjargið 700.000 201
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. Óperudagar 2020 700.000 104
Tónlistarfélag Árbæjar Ungir tónhöfundar 700.000 110
Barokkbandið Brák slf. Brák og Bach 600.000 110
Lúðrasveit verkalýðsins Lúðrasveitaveisla á Akureyri 2020 600.000 105
Andlag slf. vegna Sönghátíðar í Hafnarborg Sönghátíð í Hafnarborg 500.000 101
Pétur Björnsson Kammersveitin Elja - á þeysireið um landið 500.000 101
Ung nordisk musik Þátttaka Íslands á UNM 2020 500.000 107
Björg Brjánsdóttir Þverflautan þver og endilöng 400.000 107
Camerarctica Kammertónleikar Camerarctica seinni hluti 2020 400.000 210
Hildigunnur Halldórsdóttir 15:15 tónleikasyrpan 400.000 210
Jónas Ingimundarson

Píanósónötur Be

ethovens

400.000 200
Listvinafélag Akureyrarkirkju Afmælisár í tónum 400.000 600
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2020 400.000 600
Tónlistarfélag Akureyrar Skólatónleikar, Beethovenhátíð og jólatónleikar 400.000 600
Bador slf. Tónleikaferðalag Kristjönu Stefánsdóttur og Svavars Knúts 300.000 105
Bláa Kirkjan sumartónleikar Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 300.000 710
Guðbrandsstofnun Sumartónleikar í Hóladómkirkju 300.000 551
Haukur Freyr Gröndal Frelsissveit Íslands 300.000 103
Hlutmengi ehf. MENGI - menningararfur 300.000 105
Ísak Ríkharðsson Ballett á tunglinu 300.000 108
Kammerkórinn Cantoque Cantoque Ensemble syngur Nordal 300.000 108
Moses Hightower Platan Búum til börn 10 ára - tónleikaröð 300.000 105
múm múm: Hljóðmynd - Þöglumyndahátíð 300.000 101
Rauðatungl tónlistarfélag Tunglhvörf tónleikaröð 300.000 107
Hafsteinn Þórólfsson Einsöngstónleikar Hafsteins Þórólfssonar - Frumflutningur á jólalögum Hafsteins á Íslandi með nýjum íslenskum textum 250.000 101
Listvinafélag Hallgrímskirkju Íslenskt Orgelsumar 250.000 101
Márton Wirth Shelter in the North 250.000 105
Mela listamannafélag Komin til að vera 250.000 105
Viibra Viibra á Gljúfrasteini 250.000 107
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Apparition 200.000 113
Baldvin Oddsson Skært lúðrar hljóma 200.000 101
Eva Þyri Hilmarsdóttir Þórarinn Eldjárn í tónum: Ljóð um ljóð og geit á beit 200.000 210
Guðmundur Steinn Gunnarsson Stígur hún við stokkinn - Óður til landvættanna 200.000 107
Guðrún Dalía Salómonsdóttir Endurómur íslenska sönglagsins-upptökur 200.000 107
Guðrún Dalía Salómonsdóttir Náttúrugaldrar Jónasar og Eichendorffs - Ljóðatónleikar 200.000 107
Hafnarborg Hljóðön – Borgarhljóðvistir í formi ensks lystigarðs 200.000 222
Helgi Rafn Ingvarsson Tónlist og Heilinn - rafópera 200.000 200
Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir Meira Ástandið 200.000 104
íslenska einsöngslagið Draumalandið - Íslenska einsöngslagið 200.000 200
Joaquin Páll Palomares Beethoven 250 ára 200.000 112
Jóhann Már Nardeau Skært lúðrar hljóma 200.000 200
Laufey Sigrún Haraldsdóttir Töfrandi heimur flyglanna -Tónleikaferðalag og frumflutningur á nýrri íslenskri tónlist 200.000 101
Melkorka Ólafsdóttir Fáheyrðir franskir draumar 200.000 107
Melodica Festival Reykjavík Melodica Festival Reykjavík 2020 200.000 220
Múlinn - jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í tónlistarhúsinu Hörpu 200.000 105
Ólöf Sigursveinsdóttir Hljóðmynd - túlkun á sjöttu einleikssvítunni 200.000 107
Pan Thorarensen Extreme Chill Festival 2020 200.000 101
Sif Margrét Tulinius Bach og nútíminn 200.000 108
Steiney Sigurðardóttir Kaleidoscope - Tónleikaröð Dúó Eddu 200.000 105
Töfrahurð sf. Töfrahurð: Tónóberfest fyrir börn. 200.000 200
Erla Ösp Hafþórsdóttir Brennuöld Festival 150.000 108
Hlíf Bente Sigurjónsdóttir Kirkjutónleikar með einleiksverkum fyrir fiðlu eftir J.S. Bach. Í minningu Björns Ólafssonar konsertmeistara. 150.000 105
Hlín Pétursdóttir Behrens Hrekkjavökuhryllingur 150.000 801
Jazzdeild FÍH Nordic Jazz Comets 2020 150.000 108
Jónas Ásgeir Ásgeirsson KIMI 2020 150.000 ERL
Lilja María Ásmundsdóttir Lurking Creatures 100.000 101
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslenskt táknmál 100.000 108
Sóley Sigurjónsdóttir RASK haust 2020 100.000 101
Sólveig M Kristjánsdóttir Madame Melancolie 100.000 109
    18.000.000  








Þetta vefsvæði byggir á Eplica