Tónlistarsjóður - seinni úthlutun 2020
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2020, 1. júlí – 30. desember.
Tónlistarsjóður starfar skv. lögum nr. 76/2004 og er hlutverk sjóðsins að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Tónlistarsjóði bárust alls 186 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar. Sótt var um rúmar 168 milljónir króna. Til úthlutunar úr Tónlistarsjóði í seinni úthlutun ársins eru 18 milljónir króna. Veittir eru styrkir til 61 verkefnis. Árangurshlutfall umsækjenda er því um 32%.
Hæsta styrkinn, að upphæð 800.000 krónur, hlýtur Sinfóníuhljómsveit Austurlands. Þrjú verkefni hljóta styrk að upphæð sjö hundruð þúsund krónur: Óperudagar 2020, barnaóperan Fuglabjargið og námskeiðið: Ungir tónhöfundar.
Meðal annarra verkefna sem hljóta styrk má nefna tónleikaraðir á Akureyri, Seyðisfirði og í Hóladómkirkju, sönghátíð í Hafnarborg og lúðrasveitaveislu á Akureyri. Samanlögð upphæð fyrri og seinni úthlutunar á árinu eru 65.090.000. Styrkir hafa verið veittir til 121 verkefnis, auk átta aðila með 3 ára samninga.
Næsti umsóknarfrestur er 2. nóvember nk. fyrir verkefni 2021
Meðfylgjandi er listi yfir styrkt verkefni:
Birt með fyrirvara um villlur.
Umsækjandi | Titill | Úthlutuð upphæð | Póstnr umsækjanda |
Sinfóníuhljómsveit Austurlands | La dolce vita | 800.000 | 730 |
Ingibjörg Ýr SkarphéðinsdóttirI | Fuglabjargið | 700.000 | 201 |
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. | Óperudagar 2020 | 700.000 | 104 |
Tónlistarfélag Árbæjar | Ungir tónhöfundar | 700.000 | 110 |
Barokkbandið Brák slf. | Brák og Bach | 600.000 | 110 |
Lúðrasveit verkalýðsins | Lúðrasveitaveisla á Akureyri 2020 | 600.000 | 105 |
Andlag slf. vegna Sönghátíðar í Hafnarborg | Sönghátíð í Hafnarborg | 500.000 | 101 |
Pétur Björnsson | Kammersveitin Elja - á þeysireið um landið | 500.000 | 101 |
Ung nordisk musik | Þátttaka Íslands á UNM 2020 | 500.000 | 107 |
Björg Brjánsdóttir | Þverflautan þver og endilöng | 400.000 | 107 |
Camerarctica | Kammertónleikar Camerarctica seinni hluti 2020 | 400.000 | 210 |
Hildigunnur Halldórsdóttir | 15:15 tónleikasyrpan | 400.000 | 210 |
Jónas Ingimundarson |
Píanósónötur Be ethovens |
400.000 | 200 |
Listvinafélag Akureyrarkirkju | Afmælisár í tónum | 400.000 | 600 |
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir | Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2020 | 400.000 | 600 |
Tónlistarfélag Akureyrar | Skólatónleikar, Beethovenhátíð og jólatónleikar | 400.000 | 600 |
Bador slf. | Tónleikaferðalag Kristjönu Stefánsdóttur og Svavars Knúts | 300.000 | 105 |
Bláa Kirkjan sumartónleikar | Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar | 300.000 | 710 |
Guðbrandsstofnun | Sumartónleikar í Hóladómkirkju | 300.000 | 551 |
Haukur Freyr Gröndal | Frelsissveit Íslands | 300.000 | 103 |
Hlutmengi ehf. | MENGI - menningararfur | 300.000 | 105 |
Ísak Ríkharðsson | Ballett á tunglinu | 300.000 | 108 |
Kammerkórinn Cantoque | Cantoque Ensemble syngur Nordal | 300.000 | 108 |
Moses Hightower | Platan Búum til börn 10 ára - tónleikaröð | 300.000 | 105 |
múm | múm: Hljóðmynd - Þöglumyndahátíð | 300.000 | 101 |
Rauðatungl tónlistarfélag | Tunglhvörf tónleikaröð | 300.000 | 107 |
Hafsteinn Þórólfsson | Einsöngstónleikar Hafsteins Þórólfssonar - Frumflutningur á jólalögum Hafsteins á Íslandi með nýjum íslenskum textum | 250.000 | 101 |
Listvinafélag Hallgrímskirkju | Íslenskt Orgelsumar | 250.000 | 101 |
Márton Wirth | Shelter in the North | 250.000 | 105 |
Mela listamannafélag | Komin til að vera | 250.000 | 105 |
Viibra | Viibra á Gljúfrasteini | 250.000 | 107 |
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir | Apparition | 200.000 | 113 |
Baldvin Oddsson | Skært lúðrar hljóma | 200.000 | 101 |
Eva Þyri Hilmarsdóttir | Þórarinn Eldjárn í tónum: Ljóð um ljóð og geit á beit | 200.000 | 210 |
Guðmundur Steinn Gunnarsson | Stígur hún við stokkinn - Óður til landvættanna | 200.000 | 107 |
Guðrún Dalía Salómonsdóttir | Endurómur íslenska sönglagsins-upptökur | 200.000 | 107 |
Guðrún Dalía Salómonsdóttir | Náttúrugaldrar Jónasar og Eichendorffs - Ljóðatónleikar | 200.000 | 107 |
Hafnarborg | Hljóðön – Borgarhljóðvistir í formi ensks lystigarðs | 200.000 | 222 |
Helgi Rafn Ingvarsson | Tónlist og Heilinn - rafópera | 200.000 | 200 |
Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir | Meira Ástandið | 200.000 | 104 |
íslenska einsöngslagið | Draumalandið - Íslenska einsöngslagið | 200.000 | 200 |
Joaquin Páll Palomares | Beethoven 250 ára | 200.000 | 112 |
Jóhann Már Nardeau | Skært lúðrar hljóma | 200.000 | 200 |
Laufey Sigrún Haraldsdóttir | Töfrandi heimur flyglanna -Tónleikaferðalag og frumflutningur á nýrri íslenskri tónlist | 200.000 | 101 |
Melkorka Ólafsdóttir | Fáheyrðir franskir draumar | 200.000 | 107 |
Melodica Festival Reykjavík | Melodica Festival Reykjavík 2020 | 200.000 | 220 |
Múlinn - jazzklúbbur | Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í tónlistarhúsinu Hörpu | 200.000 | 105 |
Ólöf Sigursveinsdóttir | Hljóðmynd - túlkun á sjöttu einleikssvítunni | 200.000 | 107 |
Pan Thorarensen | Extreme Chill Festival 2020 | 200.000 | 101 |
Sif Margrét Tulinius | Bach og nútíminn | 200.000 | 108 |
Steiney Sigurðardóttir | Kaleidoscope - Tónleikaröð Dúó Eddu | 200.000 | 105 |
Töfrahurð sf. | Töfrahurð: Tónóberfest fyrir börn. | 200.000 | 200 |
Erla Ösp Hafþórsdóttir | Brennuöld Festival | 150.000 | 108 |
Hlíf Bente Sigurjónsdóttir | Kirkjutónleikar með einleiksverkum fyrir fiðlu eftir J.S. Bach. Í minningu Björns Ólafssonar konsertmeistara. | 150.000 | 105 |
Hlín Pétursdóttir Behrens | Hrekkjavökuhryllingur | 150.000 | 801 |
Jazzdeild FÍH | Nordic Jazz Comets 2020 | 150.000 | 108 |
Jónas Ásgeir Ásgeirsson | KIMI 2020 | 150.000 | ERL |
Lilja María Ásmundsdóttir | Lurking Creatures | 100.000 | 101 |
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra | Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslenskt táknmál | 100.000 | 108 |
Sóley Sigurjónsdóttir | RASK haust 2020 | 100.000 | 101 |
Sólveig M Kristjánsdóttir | Madame Melancolie | 100.000 | 109 |
18.000.000 |