Tilkynnt hefur verið um fyrri úthlutun úr Hljóðritasjóði árið 2022
Alls bárust 106 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar á umsóknarfresti 15. mars 2022. Sótt var um 89,5 milljónir króna.
Árið 2022 hefur Hljóðritasjóður um 75 milljónir króna til umráða vegna átaks ríkisstjórnar, sem er tvöföldun frá fyrri árum, stjórn sjóðsins ákvað að úthluta um þriðjungi heildarupphæðarinnar til að geta betur mætt viðbúnum auknum fjölda umsókna síðar á árinu.
Sjóðurinn styrkir 59 hljóðritunarverkefni að upphæð 28.720 milljónum kr. Umsækjendur óskuðu eftir um 51 milljón króna og var úthlutun um 56% þeirrar fjárhæðar.
Skiptast styrkveitingar á eftirfarandi hátt:
- 31 styrkur til ýmis konar rokk, hipp-hop og popp verkefna í afar víðum skilningi
- 8 styrkir til samtímatónlistar af ýmsum toga
- 5 styrkir til fjölbreyttra djass verkefna.
- 15 styrkir til ýmissa annars konar tónlistarverkefna.
Styrkupphæðir nú eru á bilinu 150.000 til 1.200.000 króna og að meðaltali eru styrkir um 500.000 kr. Hæsta styrkinn fær hljómsveitin Mahoney ehf./ Móses Hightower, fyrir hljóðritun á sinni 5. breiðskífu.
Hljóðritunarsjóður styrkir aðeins verkefni til hljóðritunar á nýrri íslenskri tónlist. Stjórn sjóðsins veitir ekki framhaldsstyrki til hljóðritunarverkefna sem þegar hafa verið styrkt af sjóðnum eða áður styrkt af Tónlistarsjóði.
Listi yfir styrkhafa*
Umsækjandi | Verkefni | Úthlutun |
Alda Music ehf. | Daniil - breiðskífa II | 400000 |
Alda Music ehf. | Raven - EP II | 500000 |
Alisdair Donald Wright | Píanóverk | 300000 |
Andri Eyjólfsson | Skúlagata: Safnplata | 400000 |
Arnaldur Ingi Jónsson | Þriðja breiðskífa Lucy in Blue |
500000 |
Arnór Kári Egilsson | Return of the Ancient Lover | 250000 |
Benedikt Hermann Hermannsson | Benni Hemm Hemm - Lending | 400000 |
Benjamín Gísli Einarsson | Benjamín Einarsson Tríó | 200000 |
Berglind María Tómasdóttir | viibra | 600000 |
Bergrún Snæbjörnsdóttir | Plata með verkum eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur | 300000 |
Birgitta Björg Guðmarsdóttir | Ekki treysta fiskunum | 400000 |
Björg | GROWL POWER | 300000 |
Börkur Hrafn Birgisson | Bara blús / Just Blues | 400000 |
Dagný Halla Björnsdóttir | Dagný, sólóplata. | 300000 |
Daníel Guðmundur Hjálmtýsson | Fyrsta breiðskífa Daníels: Labyrinthia | 400000 |
DreamVoices ehf. | UPPTAKA „Skáldið og Biskupsdóttirin“ 2022 | 500000 |
Fannar Ingi Friðþjófsson | Ást & praktík | 900000 |
Foreign Monkeys | Smáskífur | 200000 |
Fríða Dís Guðmundsdóttir | Lipstick On | 500000 |
Guðrún Óskarsdóttir | ARACHNE eftir Báru Gísladóttur | 250000 |
Gunnar Hilmarsson | Sycamore Tree / Plata 4 | 900000 |
Hallgrímssókn | Ný íslensk kirkjutónlist | 400000 |
Havarí ehf. | Góður tími | 1000000 |
Hrafnkell Pálmarsson | Nýju fötin keisarans - Ný EP plata | 500.000 |
Högni Egilsson | Þoka - hljómplata | 700.000 |
Hörður Þórhallsson | Hvenær verð ég fullorðinn? | 250.000 |
Ingi Bjarni Trió | Ingi Bjarni Tríó – 123 | 300.000 |
Jóhannes Damian Patreksson | Fram í rauðan dauðann | 800.000 |
Jónas Ásgeir Ásgeirsson | a lot of ANGELS to consider | 200.000 |
JR-Music ehf. | Plata með tríóinu DJÄSS | 600.000 |
Karl Henry Hákonarson | Karl Henry / Ný sólóplata | 200.000 |
Karl Olgeir Olgeirsson | Hljómplata 2022 | 500.000 |
Kári Egilsson | Plata - Kári Egilsson | 600.000 |
Kópbois ehf. | Sjötta breiðskífa Herra Hnetusmjörs | 600.000 |
Kristín Björk Kristjánsdóttir | Ylur | 700.000 |
Kristín Sesselja Einarsdóttir | Kristín Sesselja - EP Plata 3 | 300.000 |
Leifur Björnsson | Draumfarir breiðskífa | 500.000 |
Leifur Björnsson | GREYSKIES - breiðskífa II | 500.000 |
Leifur Björnsson | Karen Ósk EP | 350.000 |
Listaháskóli Íslands | Proto-Langspil: Recording Intelligent Instruments | 400.000 |
Lónakot sf. | LÓN - Breiðskífa 2 | 800.000 |
Magnús Gunnarssons | Lofi Instrumental plata | 300.000 |
Magnús Jóhann ehf. | UGLUR - Kvikmyndatónlist | 400.000 |
Mahoney ehf. | Fimmta hljómplata Moses Hightower | 1.200.000 |
Matti Lauri Kallio | Tunes from Fireland | 700.000 |
Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir | LOOK AT ME | 350.000 |
Sigurður Magnús Finnsson | Ný hljómplata hljómsveitarinnar múm | 600.000 |
Sigurgeir Agnarsson | NÁND - upptökur á verkum fyrir einleiksselló | 300.000 |
Silja Rós Ragnarsdóttir | Þriðja Plata Silju Rósar | 600.000 |
Sóley Stefánsdóttir | Harmóník / breiðskífa | 1.000.000 |
Steingrímur Karl Teague | Veldisvísur | 700.000 |
Stertabenda - leikhópur | Góðan daginn faggi - útgáfa á söngleikjatónlist | 700.000 |
Sváfnir Sigurðarson | Sváfnir Sigurðarson - 3. sólóplata | 600.000 |
Tónskáldafélag Íslands | Myrkir músíkdagar 2022 | 620.000 |
Tumi Snær Gíslason | Zhrine Breiðskífa 2 | 3500.00 |
Tumi Torfason | Ranghvolfa: Debútplata Tuma Torfasonar | 250.000 |
Þorvaldur Gylfason | Fleiri söngvar fyrir sópran og tenór | 400.000 |
Þór Sverrisson | Fyrsta plata Þórs Sverrissonar | 150.000 |
Þórhallur Skúlason | UPPTÖKUR Á BREIÐSKÍFU THOR | 400.000 |
Alls | 29 .000.000 |
*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.