Fjölbreytt sumarstörf hjá Rannís

28.5.2020

Rannís auglýsir eftir sjö námsmönnum í sumarstörf í tengslum við átak stjórnvalda um tímabundin störf vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.

Um er að ræða fjölbreytt störf á innan mismunandi sviða Rannís: 

  1. Greiningarvinna vegna úttektar á íslenskri þátttöku í samstarfsáætlunum ESB (ca. 75-80%) og áhrifamatsgreining á hugvísindarannsóknum (ca. 20-25%). Fullt starf.
  2. Kortlagning alþjóðlegra norðurslóðarannsókna. Fullt starf.
  3. Efnisvinna fyrir samfélagsmiðla um tækifæri í Evrópu fyrir ungt fólk á Íslandi. Fullt starf.
  4. Listræn úttekt á kynningarefni sjóða á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís. Fullt starf.
  5. Skjalavörður. Fullt starf, tvær stöður.
  6. Úttekt á vef og umsóknakerfi Rannís. Fullt starf.

Gert er ráð fyrir að ráðningartímabilið sé tveir mánuðir. Sótt er um störfin á vef Vinnumálastofnunar.

Rannís er líflegur vinnustaður með nálægt 50 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica