Stefnumót fyrirtækja um lausnir á sviði ferðatækni og stafrænna tækifæra í ferðaþjónustu

14.1.2025

Þann 15. janúar 2025 munu EDIH, Íslenski ferðaklasinn og Ferðamálastofa standa fyrir stefnumóti fyrirtækja um lausnir á sviði ferðatækni og stafrænna tækifæra. 

Ferðatæknimót leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum oger vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra starfræna þróun innan ferðaþjónustunnar.

Þetta er fljótleg og þægileg leið til að hitta mögulegan samstarfsaðila. Hver fundur er 15 mínútur og fara fundirnir fram milli kl. 12:45 og 14:45. Vissulega eru 15 mínútur fljótar að líða, en þær eru nóg til að búa til fyrstu tengsl sem má síðan byggja ofan á síðar.

Dagsetning: 15. janúar 2025

Tímasetning: 12:30-14:45

Staðsetning: Hotel Natura, Nauthólsvegur 52

Nánari upplýsingar og skráning

Rannís er einn stofnaðila EDIH (Miðstöð stafrænnar nýsköpunar).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica