Starfslaun listamanna 2022
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2022 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 .
Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum:
-
launasjóði hönnuða
-
launasjóði myndlistarmanna
-
launasjóði rithöfunda
-
launasjóði sviðslistafólks
-
launasjóði tónlistarflytjenda
-
launasjóði tónskálda
Umsóknarfrestur rennur út 4. október 2021 kl. 15:00.
Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um verk- og tímaáætlun, listrænt gildi verkefnis og feril umsækjenda. Þessir þættir liggja að jafnaði til grundvallar ákvörðunar um úthlutun starfslauna. Allar umsóknir eru einstaklingsumsóknir en í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Áfram verður hægt að fella starfslaun sviðslistafólks inn í umsókn í Sviðslistasjóð.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef áfangaskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009 .
Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn, stefnu stjórnar o.fl., er að finna á síðu sjóðsins. Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsókna og eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum.
Nánari upplýsingar veita Óskar Eggert Óskarsson og Ragnhildur Zoëga: listamannalaun@rannis.is