Starfslaun listamanna 2021

15.8.2020

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2021 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Tilgangur starfslauna listamanna er að efla listsköpun í landinu.

  • Launasjodur-listamannalauna

Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2020.

Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum:

  • launasjóður hönnuða
  • launasjóður myndlistarmanna
  • launasjóður rithöfunda
  • launasjóður sviðslistafólks
  • launasjóður tónlistarflytjenda
  • launasjóður tónskálda

Vakin er athygli á því að áfram verður hægt að fella starfslaun sviðslistamanna inn í atvinnuleikhópaumsóknir.

Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um feril umsækjenda, listrænt gildi verkefnis og rökstudda tímaáætlun. Einnig skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil svo og verðlaun og
viðurkenningar. Þessir þættir liggja að jafnaði til grundvallar ákvörðun um úthlutun starfslauna.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu  hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar. Umsóknir eru einstaklingsumsóknir. Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum.

Aðgangur að umsókn, eyðublöð fyrir framvinduskýrslu ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á vef sjóðsins.

Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoëga og Óskar Eggert Óskarsson á skrifstofu Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica