Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

19.3.2021

Opnað hefur verið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna sem staðfest voru 2020. Umsóknarfrestur er 7. apríl 2021 til miðnættis (kl. 23:59).

Opnað hefur verið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna sem hlotið hafa staðfestingu Rannís árið 2020. Verkefnin fengu staðfestingu í nýju umsóknarkerfi sem tekið var í notkun í tengslum við lagabreytingu í maí á síðasta ári. Umsóknarfrestur er að þessu sinni 7. apríl, þar sem páskarnir falla innan fyrstu viku aprílmánaðar í ár.

Við síðasta umsóknarfrest 1. október sl. bárust 550 umsóknum, eða rúmlega 2,5 földum fjölda þess sem mest hafði áður borist á einum umsóknafresti. Úrvinnsla umsókna hefur gengið vel en að venju má þó búast við að niðurstaða verði ekki komin fyrir allar umsóknir sem eru í fyrirspurnarferli hjá okkur við opnun framhaldsumsókna. Í þeim tilfellum og t.d. ef um breyttar forsendur er að ræða, á umsækjandi þó alltaf kost á því að sækja um framhald verkefnis í formi nýrrar umsóknar fyrir 1. október næstkomandi.

Umsækjendur með umsóknir um framhaldsverkefni á síðasta ári sem völdu að halda umsóknum sínum til streitu skv. eldri útgáfu laganna (fyrir maí 2020), geta ekki sótt um framhald núna samkvæmt þeirri útgáfu laganna. Ef verkefnin halda áfram á þessu ári, stendur þeim þó til boða að sækja um þá verkþætti sem útaf standa í nýrri umsókn á árinu 2021 skv. núgildandi lögum, þegar opnað verður fyrir nýjar umsóknir með umsóknarfrest 1. október nk.

Nánari upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica