Sérfræðingur í alþjóðateymi
Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf í alþjóðateymi. Starfið felur í sér stuðning við Horizon Europe áætlunina, sérstaklega framúrskarandi vísindi og nýsköpun í Evrópu, og aðrar alþjóðlegar samstarfsáætlanir. Umsóknarfrestur var til og með 24. nóvember 2022 og er umsóknarferli í gangi.
Starfið felur í sér vinnu í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs, einna helst við verkefni sem hafa að markmiði að byggja upp mannauð á Íslandi í háskólum og rannsóknastarfi. Um er að ræða umsýslu við evrópska rannsókna- og innviðastyrki, Marie Skłodowska–Curie áætlunina, Euraxess, Uppbyggingarsjóð EES, auk samstarfs á sviði opinna vísinda og umsýslu og vinnu við aðrar alþjóðlegar samstarfsáætlanir. Verkefnin fela m.a. í sér kynningu á viðkomandi áætlunum og tækifærum fyrir markhópa þeirra, mikil samskipti við íslenska og evrópska hagaðila og ráðgjöf og þjónustu við umsækjendur.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistaragráða sem nýtist í starfi
- Þekking og áhugi á alþjóðlegum samstarfsáætlunum um rannsóknir og vísindi
- Reynsla af alþjóðlegu samstarfi á háskólavettvangi er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði tal- og ritmáli
- Mjög góð hæfni í greiningu og lausn vandamála
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni
- Færni í helstu Office forritum eða sambærilegu
- Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs, í síma 515 5802 eða tölvupósti. Senda póst .
Umsóknarfrestur var til og með 24. nóvember 2022 og er umsóknarferli í gangi.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisstefnu Rannís og fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Rannís er líflegur vinnustaður með um 60 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.