Seinni úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið seinni úthlutun fyrir sumarið 2020.
Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 992 umsóknir í seinni umsóknarfresti sjóðsins í ár. Viðbótarfjármagni var veitt í sjóðinn vegna heimsfaraldurs Covid-19 og takmarkaðra atvinnutækifæra í sumar fyrir háskólanemendur í kjölfar hans. Ákveðið var því að opna aftur fyrir umsóknir og rann sá umsóknarfrestur út 8. maí sl.
Í þetta sinn var sótt um fyrir 1401 háskólanema. Alls var sótt um 1,2 milljarða króna eða laun í 3980 mannmánuði. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 360 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 284 verkefni styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 29%). Í styrktum verkefnum eru 426 nemendur skráðir til leiks í alls 1200 mannmánuði, þannig að árangurshlutfall miðað við mannmánuði er 30%.
Allir umsækjendur fá tölvupóst með nánari upplýsingum um úthlutunina. Sá listi sem birtur er hér er yfir þau verkefni sem hljóta styrk í seinni úthlutun úr sjóðnum árið 2020. Listinn er birtur með fyrirvara um villur.
Sérstakur tölvupóstur verður einnig sendur til umsjónarmanna þar sem þeir verða beðnir um að staðfesta við sjóðinn fyrir 12. júní að þeir muni þiggja styrkinn. Verði einhverjir styrkir afþakkaðir mun umsækjendum þeirra verkefna sem eru á biðlista verða boðnir styrkir.
Verkefnin eru skráð í stafrófsröð eftir nafni umsjónarmanns. Fram kemur aðsetur umsjónarmanns, titill verkefnis og upplýsingar um fjölda mannmánaða og fjölda nema.
Styrkur fyrir hvern mannmánuð er 300 þ.kr.