Kynning á styrkja- og samstarfsmöguleikum í Evrópusamstarfi

25.1.2016

Fimmtudaginn 28. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrkja- og samstarfsmöguleika í Evrópusamstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:30-16:30 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.

Árið 2015 hlutu íslensk fyrirtæki, stofnanir, skólar, félagasamtök og einstaklingar rúmlega 3 milljarða króna, eða um 23,5 milljónir evra, í styrki úr samstarfsáætlunum ESB. Stærstu styrkirnir fóru í rannsóknar-, nýsköpunar og menntaverkefni en háir styrkir fengust sömuleiðis til æskulýðsmála, menningar, kvikmyndagerðar, jafnréttismála, atvinnumála, fyrirtækjasamstarfs og almannavarna.

Evrópusamvinna er samstarfsvettvangur samstarfsáætlana ESB á Íslandi, sjá www.evropusamvinna.is . Þar er að finna upplýsingar um allar samstarfsáætlanir sem Ísland er þátttakandi í innan Evrópusambandsins. Áætlanirnar eru reknar af mismunandi aðilum og er vefsíðunni ætlað að auðvelda yfirsýn yfir helstu áætlanir sem Íslendingar taka þátt í, en allt frá tilkomu EES samningsins árið 1993 hafa íslenskir aðilar tekið virkan þátt í margs konar Evrópusamstarfi. Á síðunni er einnig að finna kort með heildstæðu yfirliti frá árinu 2000 um dreifingu styrkja milli landsvæða og sveitarfélaga.

Þær áætlanir sem verða kynntar:

Sækja auglýsingu í pdf (2 MB)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica