Samstarf EEN og árangur Defend Iceland

13.8.2024

Íslenskt samfélag hefur ekki farið varhluta af netárásum. Því hafa einstaklingar og fyrirtæki þurft að gera viðeigandi öryggisráðstafanir hjá sér. Eitt þeirra fyrirtækja sem hefur sérhæft sig í netöryggismálum er nýsköpunarfyrirtækið Defend Iceland.

Teymið hjá Enterprise Europe Network (EEN ) er stolt af að hafa veitt aðstoð þannig að fyrirtækið varð að veruleika. Hugmynd og útfærsla Defend Iceland að bættu netöryggi hlaut á sínum tíma 2,6 milljón evra styrk úr Digital Europe áætluninni og fékk umsókn þeirra hæstu mögulegu einkunn. EEN-teymið hjá Rannís mun áfram fylgja fyrirtækinu eftir og vonast líka eftir að árangurssaga þeirra (sjá myndband hér neðar) verði hvatning fyrir aðra.

Nánar má lesa um samstarf EEN og Defend Iceland í frétt á vef EEN

Enterprise Europe Network á Íslandi (EEN) er hluti af þeirri þjónustu sem Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rannís) veitir og er styrkt af Evrópusambandinu. EEN á Íslandi getur aðstoðað lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. Hjá netverkinu starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 450 stöðum í fleiri en 40 löndum og í öllum heimsálfum.  

Defend Iceland og samstarfið við Enterprise Europe Network









Þetta vefsvæði byggir á Eplica