Samfjármögnun um sniðlækningar auglýsir (EP PerMed) hraðkall
Hraðkall (Fast Track Call) er hraðari leið fyrir fyrir frumkvöðla með nýjungar í sniðlækningum til að sannreyna lausnir sínar.
National Cancer Institute on Unsplash
Markmið kallsins
Hraðkalli EP PerMed er ætlað að takast á við þann flöskuháls
sem sannprófun á lausnum sniðlækninga reynist vera.
Sniðlækningar eru tæknidrifin svið í hraðri framþróun og hefur mikla möguleika til að bæta batahorfur (patient outcome) og hámarka heilbrigðisþjónustu. En til að nýjungar geti orðið markaðsvara þarf að sannreyna þær til að tryggja að þær uppfylli þarfir og væntingar notenda, þar á meðal lækna og sjúklinga.
Sannprófun er nauðsynleg til að ná og viðhalda markaðshæfi
vöru, sem er lykilþáttur í velgengni fyrirtækja. Hún felur í sér ítarlegt mat á
því hvort vara eða eiginleiki nái á skilvirkan hátt að uppfylla þær þarfir og
flöskuhálsa sem greindir hafa verið. Þetta ferli fer oft fram í sérhæfðum
miðstöðvum sem veita nauðsynlega innviði og sérfræðiþekkingu til að prófa og
fullgilda nýjungar. Þrátt fyrir að fjölmargar slíkar miðstöðvar séu til staðar
í Evrópu eiga margir frumkvöðlar í erfiðleikum með að finna og fá aðgang að
þeim, sem getur hindrað framgang verkefna þeirra.
Tímalína:
Date | Event |
---|---|
10 December 2024 | Opening of the Call for Proposals submission |
13 March 2025 | Deadline for Call submissions |
14-18 March 2025 | Eligibility check |
19 March – 2 April 2025 | Remote evaluation |
11 April 2025 | Remote review notification |
11 June 2025 | Deadline for submission of validation plans |
20 June 2025 | Funding decision notification |
23 June – 31 December 2025 | Validation studies |
30 January 2026 | Deadline for final report submission |
Prógrammið Hraðkall vegna sannprófunar (Fast Track Validation Programme) hefur það að markmiði að veita frumkvöðlum í sniðlækningum stuðning með því að bjóða upp á skipulagða og hraða leið til að fullgilda lausnir sínar. Með því að virkja net fullgildingarmiðstöðva býður áætlunin þátttakendum upp á tækifæri til að afla mikilvægra gagna og endurgjafar innan sex mánaða tímaramma.