Rannsóknaþing 2018 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Rannís og Vísinda- og tækniráð bjóða til Rannsóknaþings fimmtudaginn 17. maí í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Umfjöllunarefnið er markáætlun um öndvegissetur og klasa 2009-2015. Verkefnisstjórar verkefnanna sem urðu fyrir valinu kynna niðurstöður og árangur þeirra svo draga megi lærdóm af. Unnið er að undirbúningi nýrrar markáætlunar.*
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs verða veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.
Dagskrá hefst kl. 14.00 og í lok hennar verður boðið upp á léttar veitingar.
Áherslur í vísindum
Samfélagsleg áhrif markáætlunar
DAGSKRÁ
- 14.00 Forstöðumaður Rannís, Hallgrímur Jónasson, býður gesti velkomna
- 14.05 Setning Rannsóknaþings
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir - 14.20 Markáætlun um öndvegissetur og klasa 2009-2015
Guðrún Nordal, fyrrverandi formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs- Áhrif markáætlunar í að styrkja stöðu Íslands í alþjóðlega jarðhitageiranum Sigurður Magnús Garðarsson, stjórnarformaður GEORG og sviðsforseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands - Sækja kynningu
- Íslenskar vitvélar - íslenskt hugvit Kristinn R. Þórisson, prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands - Sækja kynningu
- Gagnrýnin samfélagsrýni með áherslu á jafnrétti
Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Eddu, og dósent við Háskóla Íslands - Sækja kynningu
- 15.05 Markáætlun sem tæki til forgangsröðunar – hvað næst?
Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs - 15.15 Forgangsröðun í vísindum
Pallborðsumræður: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Leósson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og formaður dómnefndar Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs, Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa. Fundarstjóri er stjórnandi pallborðs. - 15.35 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Kristján Leósson, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir valinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir verðlaunin. - 16.00 Dagskrárlok, léttar veitingar
Fundarstjóri er Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík
*Markmiðið með markáætlun er að efla rannsóknir og nýsköpun, hvetja til árangursríkrar samvinnu ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu samhengi og ýta undir verðmætasköpun og fjárfestingu í rannsóknum í atvinnulífinu. Rannsóknaklasar og öndvegissetur sem hljóta styrk úr markáætlun, eiga að hafa möguleika til að verða framúrskarandi í alþjóðlegu samhengi.
Markáætlun 2009-2015 studdi við þrjá rannsóknaklasa og öndvegissetur:
- GEORG - Geothermal Research Group / alþjóðlegur rannsóknaklasi á sviði jarðhita
- Vitvélastofnun Íslands - Icelandic Institute for Intelligent Machines
- EDDA - öndvegissetur í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum - Center of Excellence in Gender, Equality and Diversity Research