Rannsóknaþing 2021 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 9. september kl. 13.00-14.00 undir yfirskriftinni Árangur í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar. Þingið fer fram í beinni útsendingu á netinu frá Grand Hótel Reykjavík.
Rannís og Vísinda- og tækniráð bjóða til rafræns Rannsóknaþings fimmtudaginn 9. september n.k.
Á þinginu verður sjónum beint að árangri í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar. Á árinu 2020 gekk Vísinda- og tækniráð frá nýrri vísinda- og tæknistefnu 2020-2022, sem verður til umfjöllunar. Í stefnunni er lögð áhersla á hlutverk öflugra samkeppnissjóða, meginsjóðirnir hafa eflst verulega á árunum 2020 og 2021, auk þess sem stuðningur við rannsóknir innan fyrirtækja hefur stóreflst. Þar kemur einnig fram sýn ráðsins til ársins 2030, að Ísland sé samfélag þar sem rannsóknir, hugvit, sköpun og frumkvæði leiða til umbóta, verðmætasköpunar og öflugs athafna- og menningarlífs. Hugarfar, fjármagn, umgjörð og mannauður styðji við vísindi og nýsköpun sem grundvöll velsældar.
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs verða veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.
Dagskrá
- Forstöðumaður Rannís, Hallgrímur Jónasson, býður gesti velkomna
- Setning Rannsóknaþings
- Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
- Árangur í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs og Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs
- Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
- Kristján Leósson formaður dómnefndar, gerir grein fyrir valinu.
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir verðlaunin.